Langtímaárangur kransæðahjáveituaðgerða á Íslandi

Inngangur og markmið: Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta opna hjartaskurðaðgerðin á Íslandi og er helsta meðferð við útbreiddum kransæðasjúkdómi en langtímaárangur þessara aðgerða hefur lítið verið rannsakaður hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímaafdrif sjúklinga sem gangast und...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hera Jóhannesdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33171
Description
Summary:Inngangur og markmið: Kransæðahjáveituaðgerð er algengasta opna hjartaskurðaðgerðin á Íslandi og er helsta meðferð við útbreiddum kransæðasjúkdómi en langtímaárangur þessara aðgerða hefur lítið verið rannsakaður hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að kanna langtímaafdrif sjúklinga sem gangast undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi, bæði langtímafylgikvilla og lifun. Efni og aðferðir: Rannsóknin náði til 1507 sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Landspítala á árunum 2001-2012. Meðaleftirfylgd var 6,8 ár. Skráðir voru bakgrunnsþættir um sjúkling og aðgerðartengdir þættir. Minniháttar og alvarlegir skammtímafylgikvillar voru skráðir, auk eftirfarandi langtímafylgikvilla: hjartaáfall, heilablóðfall, þörf á endurhjáveituaðgerð, kransæðavíkkun með eða án stoðnets og dauði. Tíðni hvers og eins langtímafylgikvilla var skoðuð með Kaplan-Meier aðferð en einnig voru þeir allir skoðaðir saman (MACCE, major adverse cardiac and cerebrovascular events). Áhættuþættir MACCE og dauða voru fundnir með Cox aðhvarfsgreiningu. Loks var heildarlifun sjúklinga borin saman við lifun Íslendinga á sama aldri og af sama kyni (hlutfallsleg lifun). Niðurstöður: Meðalaldur var 65,9 ár og voru 82,5% karlmenn. Meðal EuroSCORE var 4,5 og 23,0% aðgerða voru framkvæmdar á sláandi hjarta. Af minniháttar skammtímafylgikvillum var gáttatif/flökt algengast (34,0%) en 15,7% fengu alvarlegan fylgikvilla. Fimm árum frá aðgerð höfðu 19,7% sjúklinga fengið einhvern langtímafylgikvilla; 4,5% heilablóðfall, 2,2% hjartaáfall, 5,9% gengist undir endurvíkkun en aðeins fjórir sjúklingar (0,3%) þurftu á endurhjáveituaðgerð að halda. Heildarlifun fimm árum frá aðgerð var 89,9% og hlutfallsleg lifun 0,990 borið saman við viðmiðunarhóp. Sjálfstæðir áhættuþættir MACCE og dauða voru útstreymisbrot vinstri slegils ≤30%, fyrri saga um kransæðavíkkun, langvinn lungnateppa, langvinnur nýrnasjúkdómur, sykursýki og hár aldur. Eftir því sem leið á rannsóknartímabilið minnkuðu líkur á dauða og var aðgerðarár því verndandi. Ályktanir: Langtímaárangur eftir ...