Réttarstaða meðlagsgreiðenda og umgengnisforeldra á Íslandi, er breytinga þörf?

Réttarstaða meðlagsgreiðenda og umgengnisforeldra á Íslandi, er breytinga þörf? Í áratugi hefur réttarstöðu meðlagsgreiðenda og umgengnisforeldra verið ábótavant hér á landi. Réttarbætur í málaflokknum hafa að mestu komið til eftir árið 2000 að fyrirmynd Norðurlandanna og hafa skilað sér seint inn í...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ívar Örn Hauksson 1981-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33152
Description
Summary:Réttarstaða meðlagsgreiðenda og umgengnisforeldra á Íslandi, er breytinga þörf? Í áratugi hefur réttarstöðu meðlagsgreiðenda og umgengnisforeldra verið ábótavant hér á landi. Réttarbætur í málaflokknum hafa að mestu komið til eftir árið 2000 að fyrirmynd Norðurlandanna og hafa skilað sér seint inn í íslenskan rétt. Með ritgerðinni er leitað svara við rannsóknarspurningunni hver réttarstaða meðlagsgreiðenda og umgengnisforeldra sé á Íslandi og hvort að breytinga sé þörf. Til þess að svara rannsóknarspurningunni er lagaumhverfi og meðlagskerfi hér á landi skoðað og borðið saman við lagaumhverfi og meðlagskerfi í öðrum löndum. Þá er lagaleg og efnahagsleg staða umgengnisforeldra og meðlagsgreiðenda borin saman við stöðu lögheimilisforeldra og meðlagsþiggjenda. Þar að auki er skoðuð Dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands, álit umboðsmanns Alþingis og tölfræðileg gögn sem snerta réttarstöðu hópanna sem rannsóknarspurningin snýr að. Niðurstöðurnar eru þær að réttarstaða meðlagsgreiðenda og umgengnisforeldra hér á landi sé óviðunandi miðað við þær skyldur sem lagðar eru á hópana samkvæmt lögum. Réttarstaða þeirra er mun betur tryggð í samanburðarlöndunum, þar sem meðlagskerfi og lagaumhverfi hafa verið uppfærð í samræmi við nútíma áherslur og hugmyndir um jafna ku beggja foreldra í uppeldi barna sinna. Laga- og kerfisbreytinga er þörf sem stuðlar að úrbótum á óviðunandi réttarstöðu meðlagsgreiðenda og umgengnisforeldra. Slík breyting myndi annars vegar tryggja foreldrajafnrétti og hins vegar tryggja að meginregla barnaréttarins um að gera skuli það sem sé barninu fyrir bestu, væri ávallt í fyrirrúmi. The legal status of people who pay childsupport and conduct parents in Iceland, are changes needed? For decades, the legal status of non-resident parents and child support payers has been lacking in Iceland. Improvements in these groups’ legal status have mainly been implemented after the year 2000 and have been modeled on corresponding laws Scandinavian countries. This thesis seeks answers to the research question: What is ...