Vönduð löggjöf : greining á 148. löggjafarþingi

Á síðustu árum hefur áhersla aukist á gæði lagasetningar og ekki síst að betur sé vandað til undirbúnings hennar. Alþingi, sem aðalhandhafi löggjafarvalds, hefur beitt sér fyrir umbótum á þessu sviði en einnig forsætisráðuneytið þar sem skrifstofa löggjafarmála var sett á fót árið 2010. Saman gáfu þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Birta Sif Arnardóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33138
Description
Summary:Á síðustu árum hefur áhersla aukist á gæði lagasetningar og ekki síst að betur sé vandað til undirbúnings hennar. Alþingi, sem aðalhandhafi löggjafarvalds, hefur beitt sér fyrir umbótum á þessu sviði en einnig forsætisráðuneytið þar sem skrifstofa löggjafarmála var sett á fót árið 2010. Saman gáfu þessir aðilar, ásamt dómsmálaráðuneytinu, út handbók um undirbúning og frágang lagafrumvarpa árið 2007. Þá hefur ríkisstjórnin gefið út reglur um undirbúning stjórnarfrumvarpa, þær nýjustu eru frá 10. mars 2017. Í lögum um opinber fjármál eru einnig settar fram kröfur um mat á áhrifum stjórnarfrumvarpa. Umbætur hafa meðal annars tekið mið af tilmælum frá Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Í þessari ritgerð verður fjallað um löggjöf á einu tilteknu löggjafarþingi í ljósi þeirra gæðaviðmiða sem hafa verið að þróast hér á landi. Nánar tiltekið verður þess freistað að greina hver sé þáttur Alþingis í að tryggja gæði lagasetningar. Skoðað verður hver sé uppruni þeirra frumvarpa sem verða að lögum (stjórnarfrumvörp/þingmannafrumvörp – EES-innleiðingar og svo framvegis), hversu miklar breytingar verði á þeim í meðförum Alþingis og af hvaða ástæðum. Þá verður efni þeirrar löggjafar sem verður til á tilteknu löggjafarþingi skoðað nánar. Er hægt að flokka löggjöf eftir fleiri mælikvörðum en þeim hvort um heildarlög eða breytingalög er að ræða? Er til dæmis hægt að leggja mat á það hve stór hluti löggjafar felur í sér breytingar sem gerðar eru á Alþingi? Má greina einhver meginviðfangsefni löggjafar á hverjum tíma? Það löggjafarþing sem tekið er til skoðunar hér er 148. löggjafarþing, það er frá 14. desember 2017 til 13. júní 2018. In the past years, more emphasis has been placed on quality of legislation, not least that preparation is done carefully. Alþingi, as the main holder of the legislative authority in Iceland, has employed improvements in this field as well as the Prime Minister´s Office, where the Department of Legislative Affairs was established in 2010. Together, these parties, along with the Justice ...