Skipun dómara á Íslandi, núverandi framkvæmd og samanburður við önnur lönd

Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða hvernig skipun dómara er háttað á Íslandi í samanburði við Danmörku, Noreg, Bretland og Bandaríkin og hvort að lagabreytinga sé þörf. Í upphafi ritgerðarinnar er gerð grein fyrir þeim ólíku sjónarmiðum sem menn hafa á lögin og hlutverk dómstóla. Hlutverk fjöl...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Andrea Björk Elmarsdóttir 1994-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33135
Description
Summary:Tilgangur þessarar ritgerðar er að skoða hvernig skipun dómara er háttað á Íslandi í samanburði við Danmörku, Noreg, Bretland og Bandaríkin og hvort að lagabreytinga sé þörf. Í upphafi ritgerðarinnar er gerð grein fyrir þeim ólíku sjónarmiðum sem menn hafa á lögin og hlutverk dómstóla. Hlutverk fjölmiðla er einnig skoðað og þau áhrif sem þeir hafa á dómskerfið. Litið er til alþjóðlegra skuldbindinga sem Ísland hefur gengist undir sem og þróunar laga um skipan dómara. Þá verður fjallað um ýmsar umdeildar skipanir dómara og mögulegar ástæður sem lágu þar að baki. Fjallað verður um aðferðir dómnefndar við mat á hæfni umsækjenda um dómaraembætti og hvaða áhrif ýmsir þættir hafa á valið. Þá verður einnig fjallað um eiginleika dómara og hvað þeir þurfi að hafa til brunns að bera. Þá verður einnig fjallað um þá eiginleika sem oft gleymist að horfa til, svo sem mismunandi hlutverka kynjanna og hinn mannlega þátt við úrlausn dómsmála. Eins kemur til álita að líta til þess hvernig rétturinn er skipaður heildstætt og þá hvernig umsækjendur koma til með að bæta hann upp með sinni sérfræðikunnáttu. Farið verður yfir Landsréttarmálin svokölluðu og þau álitamál sem spretta út frá þeim, svo sem sjónarmið um fullveldi. Að síðustu eru settar fram tillögur um hvernig hægt væri að breyta ferlinu sé tekið mið af því hvað hafi gefist vel í þeim löndum er samanburðurinn tók til. Að mati höfundar er ljóst að fræðimenn eru ekki sammála um hvað teljist til laga og hvert sé hlutverk dómenda. Þróunin sl. ár hefur verið á þá leið að íslenskir dómstólar beiti endurskoðunarvaldi sínu gagnvart löggjafanum í meira mæli en áður þekktist, líkt og bandarískir dómstólar. Því má leiða líkur að því að íslenskir dómstólar séu ef til vill líkari þeim bandarísku en áður hefur verið talið og því ekki úr vegi að líta til þeirra aðferða sem þeir nota og líta til við skipun í embætti dómara. The purpose of this thesis is to examine how the appointment of judges is conducted in Iceland in comparison with Denmark, Norway, the United Kingdom and the United ...