Skuldbindingargildi lánssamninga þegar löggjöf um neytendalán er brotin

Helsta álitaefni fyrir dómstólum á Íslandi, tengt neytendalánum, er hvort lánveitandi hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögum sem gilda um lán til neytenda og ef svo er hvort sú vanræksla hafi áhrif á skuldbindingargildi lánssamningsins. Í þeim lögum, sem gilda um neytendalán, er hvergi ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alexander Hafþórsson 1994-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33128
Description
Summary:Helsta álitaefni fyrir dómstólum á Íslandi, tengt neytendalánum, er hvort lánveitandi hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögum sem gilda um lán til neytenda og ef svo er hvort sú vanræksla hafi áhrif á skuldbindingargildi lánssamningsins. Í þeim lögum, sem gilda um neytendalán, er hvergi tiltekið að brot gegn ákvæðum þeirra leiði sjálfkrafa til ógildingar ákvæða lánssamnings eða breytinga á þeim. Markmið ritgerðarinnar er að draga ályktanir af þeim dómum, sem hafa gengið um skuldbindingargildi lánssamninga, þegar löggjöf um neytendalán er brotin. Í ritgerðinni eru dregnar nokkuð heildstæðar ályktanir af fyrirliggjandi dómaframkvæmd, sem er þó ekki tæmandi talin. Í fyrsta lagi virðist lánssamningur halda gildi sínu þrátt fyrir að lánveitandi vanræki upplýsingaskyldu sína, samkvæmt lögum um neytendalán, ef líklegt er að neytandinn hefði tekið lánið þrátt fyrir að lánveitandi hefði fullnægt upplýsingaskyldu sinni. Athyglisvert er að nefna í þessu samhengi að íslenskir dómstólar hafa hingað til aldrei ógilt eða breytt ákvæði lánssamnings á þeim grundvelli að lánveitandi hafi vanrækt upplýsingaskyldu sína samkvæmt lögum um neytendalán. Í öðru lagi að þegar efni lánssamnings fer í bága við skýr fyrirmæli laga, sem gilda um neytendalán, ganga lögin augljóslega framar. Þannig er til dæmis komist að þeirri niðurstöðu að ef neytandi tekur smálán þarf hann ekki að greiða hærri lántökukostnað en sem nemur hámarki árlegrar hlutfallstölu kostnaðar samkvæmt 26. gr. laga um neytendalán nr. 33/2013. Í þriðja lagi að þótt lánveitandi sé almennt í yfirburðastöðu gagnvart neytanda við samningsgerð nægir það ekki til þess að ákvæði lánssamnings sé breytt eða ógilt. Til þess að fallist sé á slíka breytingu eða ógildingu þarf sá sem er í yfirburðastöðu að hafa nýtt sér hana til að koma á skilmálum sem neytandi hefði annars ekki gengist undir. The most common issue before courts in Iceland, in relation to consumer credit agreements, is whether or not the creditor has fulfilled his legal obligation to provide the consumer ...