Mæling QT-bils hjá ungu fólki með geðrofssjúkdóma

Inngangur: Geðrofssjúkdómar einkennast af geðrofi. Helsta einkenni geðrofs er skortur á raunveruleikatengslum sem felur í sér eitt eða fleiri geðrofseinkenni en til þeirra teljast m.a. ranghugmyndir, ofskynjanir og hugsanatruflun. Meðferð og horfur geðrofssjúkdóma hafa gjörbreyst frá því fyrstu geðr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarndís Sjöfn Blandon 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33113
Description
Summary:Inngangur: Geðrofssjúkdómar einkennast af geðrofi. Helsta einkenni geðrofs er skortur á raunveruleikatengslum sem felur í sér eitt eða fleiri geðrofseinkenni en til þeirra teljast m.a. ranghugmyndir, ofskynjanir og hugsanatruflun. Meðferð og horfur geðrofssjúkdóma hafa gjörbreyst frá því fyrstu geðrofslyfin komu á markað um miðja seinustu öld. Rannsóknir hafa þó sýnt að einstaklingar með alvarlega geðrofssjúkdóma, s.s geðklofa, lifa 22.5-25 árum skemur en fólk gerir almennt. Aðaldánarorsök þessa hóps eru hjarta- og æðasjúkdómar. Þekkt er að mörg geðrofslyf geta valdið breytingum á hjartalínuriti. Þá er aðallega átt við lengingu á QT-bili og breytingum á T-bylgju. Lengt QT-bil er áhættuþáttur fyrir takttruflunum í hjarta og þá sérstaklega Torsade de Pointes sem getur leitt til skyndidauða. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort ungt fólk með fyrsta geðrof sem sækir endurhæfingu á Laugarási sé með lengingu á QT-bili. Jafnframt að skoða hversu mikil lengingin er og hvort ákveðin geðrofslyf valdi meiri lengingu en önnur. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var þversniðsrannsókn en öllum þjónustuþegum Laugarássins sem taka geðrofslyf að staðaldri stóð til boða að taka þátt. Þátttakendur voru 50. Spurningalisti um lýðfræðilega þætti var lagður fyrir þátttakendur, þyngd og blóðþrýstingur mældur og tekið hjartalínurit. Gömul hjartalínurit þátttakenda voru skoðuð til samanburðar og núverandi lyfjameðferð skráð niður. Einnig voru gögn úr Refine Reykjavík rannsókn Hjartaverndar notuð til samanburðar. Upplýsingum var safnað í Excel og fór tölfræðiúrvinnslan fram í því forriti ásamt tölfræðiforritinu R. Niðurstöður: Meðalaldur þátttakenda var 26 ár og 84% voru greindir með geðklofa. Karlar voru í meirihluta eða 78% þýðis. Helmingur þátttakenda reykti að staðaldri og 64% drukku mikið af koffíndrykkjum. Blóðþrýstingur mældist marktækt hærri en í samanburðarhópi auk þess sem 11 þátttakendur voru með hraðtakt. Enginn mældist með lengt QT-bil en meðallengd QTcF-bils var 404 ms tölvumælt og 396 ms handmælt. QTc-bilið var þó ...