Leigumarkaður á höfuðborgarsvæðinu: Áhrif staðsetningar á leiguverð

Íslendingar hafa yfirleitt, í gegnum tíðina, viljað eiga sitt húsnæði fremur en að leigja. Leigumarkaðurinn stækkaði hins vegar töluvert í kjölfar efnahagsáfallsins árið 2008 og þrátt fyrir uppsveiflu í hagkerfinu á undanförnum árum er leigumarkaðurinn enn stór. Leiða má líkur að því að fleiri séu f...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bergþóra Baldursdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33044
Description
Summary:Íslendingar hafa yfirleitt, í gegnum tíðina, viljað eiga sitt húsnæði fremur en að leigja. Leigumarkaðurinn stækkaði hins vegar töluvert í kjölfar efnahagsáfallsins árið 2008 og þrátt fyrir uppsveiflu í hagkerfinu á undanförnum árum er leigumarkaðurinn enn stór. Leiða má líkur að því að fleiri séu farnir að velja sér slíkt búsetuform en áður. Hagfræðilegar kenningar lýsa því hvernig verðlagning á fasteignamarkaðnum verður fyrir áhrifum af staðsetningu. Samkvæmt þeim er eftirsóknaverðast að búa sem næst miðborg þar sem fólk sækir vinnu, þjónustu og afþreyingu. Svokölluð verðlína sýnir verðþróun á milli hverfa eftir fjarlægð frá miðju. Rannsóknir hafa sýnt að hér á landi er staðsetningin farin að skipta gríðarlega miklu máli hvað varðar verðlagningu á húsnæði og hefur fasteignaverð hækkað hlutfallslega mest í miðbæ Reykjavíkur undanfarin ár og verðlínan því orðið brattari. Margar rannsóknir hafa sýnt áhrif á virði staðsetningar á kaupverð fasteigna í Reykjavík en fáar rannsóknir hafa verið framkvæmdar um áhrif staðsetningar á leiguverð. Í ritgerðinni eru rannsöknuð áhrif miðlægrar staðsetningar á fermetraverð. Helstu niðurstöður eru að áhrif staðsetningar hefur greinileg áhrif á leiguverð og gætir áhrifanna mest innan við 6 kílómetra frá miðbæ. Áhrifin urðu minni við 6 kílómetra skilin. Einnig kom í ljós að áhrif staðsetningar á leiguverð hefur minni áhrif en á kaupverð. Það ætti því að vera hagstæðara fyrir einstaklinga og fyrirtæki að kaupa og leigja út íbúðir sem staðsettar eru fjær miðborginni.