Faraldsfræði streptókokka af flokki A hjá heilbrigðum börnum á Íslandi 2010-2018

Streptococcus pyogenes (Group A streptococcus, GAS) er mikilvægur sýkingavaldur í mönnum og einn af mest ífarandi sýklum sem finnast. Talið er að allir GAS stofnar hafi M prótein og hægt sé að týpugreina þá í samræmi við emm gen þeirra. emm týpugreining veitir mikilvægar upplýsingar um tengsl ýmissa...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigríður Larsen 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33041
Description
Summary:Streptococcus pyogenes (Group A streptococcus, GAS) er mikilvægur sýkingavaldur í mönnum og einn af mest ífarandi sýklum sem finnast. Talið er að allir GAS stofnar hafi M prótein og hægt sé að týpugreina þá í samræmi við emm gen þeirra. emm týpugreining veitir mikilvægar upplýsingar um tengsl ýmissa stofna sem reynast gagnlegar fyrir faraldsfræðilegar rannsóknir. GAS er aðeins sjúkdómsvaldandi í mönnum og gæti öruggt og skilvirkt bóluefni mögulega útrýmt þessum mikilvæga sjúkdómsvaldi með því að draga úr sjúkdómsbyrði og hindra smit og sjúkdómsdreifingu. Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði GAS í heilbrigðum börnum á aldrinum 1-7 ára á Íslandi með tilliti til emm týpu og hugsanlegarar þekju 30-gilds bóluefnis. Um 500 nefkokssýnum var safnað árlega frá heilbrigðum leikskólabörnum á Íslandi frá fimmtán mismunandi leikskólum árin 2010-2018. GAS, ásamt öðrum bakteríutegundum, voru einangruð úr sýnum í faraldsfræðilegum tilgangi. Greining á öllum GAS stofnum var staðfest með MALDI-TOF. emm týpugreining var framkvæmd með raðgreiningu á emm geninu í samræmi við aðferðalýsingu Center of Disease Control and Prevention (CDC). Stofnum var úthlutað emm týpu með því að blasta fyrstu 250 bösum hvers stofns gegn emm gagnagrunni CDC. Alls var 4417 nefkokssýnum safnað úr 15 leikskólum frá þremur bæjarfélögum á höfuðborgarsvæðinu yfir átta ára tímabil frá 2010-2018. Af þessum sýnum reyndust 377 vera jákvæð fyrir GAS og var meðalberatíðni 8.5%. Berahlutfall yfir þessi ár var á bilinu 5%-13%. Allir 377 GAS stofnarnir voru emm raðgreindir og 346 stofnum var úthlutað emm týpu. Algengustu emm týpurnar voru emm12, emm75, emm1 og emm28 sem samanlagt stóðu fyrir 72.1% (n=249) af stofnum. Árleg dreifing emm týpa í þremur leikskólum með hæstu tíðni bera sýndi að ein emm týpa var algeng hvert ár í hverjum þessara leikskóla. Hugsanleg þekja 30-gilds bóluefnis reyndist vera 96.2%, og náði yfir tólf af fjórtán emm týpum sem fundust í þessari rannsókn. Þessi rannsókn kynnir lýðgrundaða rannsókn á GAS í heilbrigðum berum sem ...