Guide to Iceland: Markaðsrannsókn fyrir innkomu á evrópskan markað

Ferðamennska er ört stækkandi atvinnugrein víðast hvar í Evrópu og hefur spilað stórt hlutverk í efnahag margra ríkja. Með auknum vexti fylgja tækifæri fyrir innkomu Guide to Iceland á erlenda markaði en árangur fyrirtækisins á þeim mörkuðum hefur þó ekki verið í samræmi við væntingar. Fyrirtækið he...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Haukur Guðmundsson 1995-, Ólíver Guðsteinsson 1995-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33039
Description
Summary:Ferðamennska er ört stækkandi atvinnugrein víðast hvar í Evrópu og hefur spilað stórt hlutverk í efnahag margra ríkja. Með auknum vexti fylgja tækifæri fyrir innkomu Guide to Iceland á erlenda markaði en árangur fyrirtækisins á þeim mörkuðum hefur þó ekki verið í samræmi við væntingar. Fyrirtækið hefur reynt inngöngu með leyfisveitingu og sameiningarfyrirtæki en nú er hins vegar stefnan að reyna fyrir sér sjálfstætt á nýjum markaði þar sem að styrkleikar fyrirtækisins gætu nýst. Í verkefninu var svarað því á hvaða markað Guide to Iceland ætti að stefna innan Evrópu. Verkefnið var tvískipt, fyrri hluti rýnir í Evrópskan markað með það að markmiði að velja markað sem greindur er dýpra í seinni hluta verkefnisins. Við greiningu á vali markaðar var notast við tölfræðileg gögn um fjölda ferðamanna, tekjur frá ferðamönnum og tölur frá niðurstöðum Google sem sýna áhuga á markaði og samkeppni innan markaðar. Notast var við markaðsfræðilegar greiningar á borð við fimm krafta líkan Porters, PEST og SVÓT til þess að hjálpa Guide to Iceland að koma inn á markaðinn. Niðurstöður verkefnisins benda til þess að tækifæri eru til staðar fyrir innkomu Guide to Iceland á slóvakískan markað. Erlendum ferðamönnum sem koma til Slóvakíu hefur fjölgað mikið og útlit er fyrir að vöxturinn muni aukast á komandi árum. Ferðamenn í Slóvakíu eru að leita að svipaðri afþreyingu og því sem að Ísland hefur upp á að bjóða. Höfundar telja því Slóvakíu vera hentugan áfangastað sem fyrsta kost fyrir áframhaldandi vöxt innan Evrópu.