Stafræn markaðssetning með Google Ads

Þessi ritgerð unnin sem lokaverkefni í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur það að markmiði að svara spurningunni “Hvað er Google Ads og hvernig eru fyrirtæki að nýta sér Google Ads”. Til þess að leita svara þeirri spurningu voru framkvæmdar eigindlegar og megindlegar rannsóknir. Settur...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðmundur Ingi Jónsson 1996-, Stefán Jónsson 1994-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33038
Description
Summary:Þessi ritgerð unnin sem lokaverkefni í viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík og hefur það að markmiði að svara spurningunni “Hvað er Google Ads og hvernig eru fyrirtæki að nýta sér Google Ads”. Til þess að leita svara þeirri spurningu voru framkvæmdar eigindlegar og megindlegar rannsóknir. Settur var saman spurningarlisti fyrir djúpviðtöl við sérfræðinga og út frá niðurstöðum þeirra viðtala var settur saman spurningarlisti fyrir netkönnun sem skilaði 340 svörum. Framkvæmd var gagnagreining úr þeim svörum og það skilaði af sér mikilvægum upplýsingum. Á meðal þeirra áhugaverðustu var magn þátttakenda sem notaðist við auglýsingablokkara (e. adblock) eða annars hugbúnaðs til að blokka auglýsingar ásamt því hversu lítil áhrif auglýsingablokkarar höfðu á kauphegðun notenda. Einnig sást hversu mikilvægt það er að sýna neytendum viðeigandi auglýsingar þar sem það hefur áhrif á eftirminnileika (e. recall) auglýsinga og kauphegðun.