Ímynd tískuvöruverslana

Skiptir máli hvernig við klæðum okkur? Flest kjósum við að kaupa okkur föt sem endurspegla hugmyndir okkar um útlit og persónulegan smekk. Fyrir mörgum er bolur ekki bara tveir efnisbútar, saumaðir saman á hliðunum með ásettum ermum og gati fyrir hausinn, heldur annað og meira. Bolurinn verður meðvi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnlaugur Bjarki Snædal 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33033
Description
Summary:Skiptir máli hvernig við klæðum okkur? Flest kjósum við að kaupa okkur föt sem endurspegla hugmyndir okkar um útlit og persónulegan smekk. Fyrir mörgum er bolur ekki bara tveir efnisbútar, saumaðir saman á hliðunum með ásettum ermum og gati fyrir hausinn, heldur annað og meira. Bolurinn verður meðvitað hluti af þeirri ímynd sem einstaklingurinn vill draga upp fyrir aðra og sig sjálfan. Klæðaburður er hluti af sjálfstjáningu og hvernig menn vilja að þeir líti út gagnvart öðrum. Í þessari ritgerð var ákveðið að skoða hver væri ímynd sex tískuvöruverslana með greiningu vörukorta. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalista var dreift á Facebook og svörum safnað í gegnum heimasíðu QuestionPro markaðsrannsókna hugbúnaðarins. Við val á þeim vörumerkjum sem tekin voru fyrir, var haft til hliðsjónar hverjir helstu þátttakendur á íslenskum markaði eru. Verslanirnar sem var spurt um voru eftirfarandi: Geysir, Zara, Galleri Sautján, Asos, Húrra Reykjavík og H&M. Helstu niðurstöður gefa til kynna að íslensk vörumerki tískuvöruverslana raði sér í kringum dýrari hluta vörukortsins. Þar er merkt „góð þjónusta“, „hærra verð“, „traust“, „gæði“ og „í tísku“. Aftur á móti er hin hlið vörukortsins tengdari erlendum keðjum sem bjóða upp á „mikið úrval“, „lægri verð“ og „ekki í tísku“. Meirihluti svarenda verslar oftast á sig föt í verslun á Íslandi meðan tveir fimmtu segjast versla oftast á sig föt í verslunum erlendis eða í gegnum erlendar netverslanir.