Lífið í prófíl: Fyrstu átján ár Leu Kristjánsdóttur

Lífið í prófíl er saga föðurömmu minnar, Leu Kristjánsdóttur, sem fæddist í torfbæ á Vestfjörðum árið 1920. Barnæska Leu var að hluta til óvenjuleg. Hún flutti ung að árum suður til Reykjavíkur ásamt móður sinni og yngri bróður, þar sem ástmaður móður hennar beið þeirra. Saga Leu veitir innsýn í hve...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynhildur Lea Ragnarsdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/33031
Description
Summary:Lífið í prófíl er saga föðurömmu minnar, Leu Kristjánsdóttur, sem fæddist í torfbæ á Vestfjörðum árið 1920. Barnæska Leu var að hluta til óvenjuleg. Hún flutti ung að árum suður til Reykjavíkur ásamt móður sinni og yngri bróður, þar sem ástmaður móður hennar beið þeirra. Saga Leu veitir innsýn í hversu krefjandi og fjölbreytt lífið í Reykjavík gat verið á fyrri hluta 20. aldar, þar sem íbúum fjölgaði hratt og húsnæðisskortur og atvinnuleysi var mikið. Lífið í prófíl er einsögurannsókn með kvenna- og kynjasögulegu ívafi þar sem ég notast við ævisöguformið til þess að varpa ljósi á stöðu ungrar konu, innan hinnar íslensku samfélagsgerðar, á fyrri hluta 20. aldar. Það er spennandi kostur að geta nálgast viðfangsefni fortíðarinnar í gegnum persónulegar upplifanir, þegar það er hægt, og hika ég ekki við að taka það skref í þessari ritgerð. Rannsóknin byggist því ekki eingögnu á minningum ömmu Leu heldur einnig mínum eigin, barna hennar og annarra fjölskyldumeðlima sem leyfðu mér að heyra þeirra hlið á liðnum atburðum.