Er menntun metin til launa á Íslandi? Munur á þróun og stærð launaábata háskólanáms hér á landi og erlendis

Menntun er mikilvæg fyrir samfélög og þegna. Ef samfélög búa ekki yfir þjálfuðu mannafli geta þau ekki búið yfir sjálfbærri þróun. Menntun hefur einnig áhrif á hagvöxt og tækniþróun. Ekki var alltaf vitað um mikilvægi menntunar í þessu samhengi en alla síðustu öld byrjaði almenn menntun að aukast gí...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnþór Freyr Sigþórsson 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32986
Description
Summary:Menntun er mikilvæg fyrir samfélög og þegna. Ef samfélög búa ekki yfir þjálfuðu mannafli geta þau ekki búið yfir sjálfbærri þróun. Menntun hefur einnig áhrif á hagvöxt og tækniþróun. Ekki var alltaf vitað um mikilvægi menntunar í þessu samhengi en alla síðustu öld byrjaði almenn menntun að aukast gífurlega bæði hérlendis sem og erlendis. Fyrr á öldum var mjög sjaldgæft að búa yfir menntun á háskólastigi og aðeins brot af mannafla landa bjuggu yfir þeim forréttindum að hafa slíka menntun. Við vitum nú að menntun er ábatasöm fyrir samfélagið í heild, en hvað græðir einstaklingurinn á því að fjárfesta í menntun? Við menntun getur fólk almennt séð átt von á hærri launum og hafa rannsóknir einnig sýnt að störf sem krefjast menntunar séu líklegri til að búa yfir hærri vexti launa með hækkandi starfsaldri og reynslu. Mælikvarði sem notaður hefur verið til að reikna ábata menntunar kallast háskólapremía eða menntapremía. Þessi premía mælir muninn á tekjum einstaklinga með lága menntun og þeirra sem hafa háa menntun. Mikill vöxtur hefur verið í þessum launamun í Bandaríkjunum og öðrum þróuðum löndum áratugina fyrir aldamót og hefur þessi umræða verið tíð þar í löndum, til að mynda var premía í Bandaríkjunum 48% árið 1981 en var komin upp í 97% árið 2005. Mikinn hluta þessarar hækkunar má rekja til tækniframfara og minnkunar á vexti framboðs háskólamenntaðra. Hér á landi hefur þessi umræða einnig sprottið upp og nýlega hefur athyglinni verið beint að því að hér sé launamunurinn mjög lítill og menntun ekki metin til fjár sem skyldi. Til samanburðar var ábati þess að afla sér grunnmenntunar í háskóla árið 2017 22,63% hér á landi en 65,10% í Bandaríkjunum. Markmið þessarar ritgerðar er að rýna í gögn um laun fólks með háskólamenntun og án hennar hér á landi og útskýra þróun premíunnar. Einnig verða skoðaðar tölur erlendis frá og munur á milli landa borinn saman og útskýrður. Farið verður yfir hlutverk menntunar í samfélagi og áhrif á efnahagslega þróun. Einnig verður skoðað hvort, og þá hversu mikill munur er á ábata milli ...