Tilreikningur og brottfallsgildi. Samanburður á aðferðum til að bregðast við hönnuðum eyðum í gagnasafni

Þegar Evrópska lífskoðanakönnunin (e. European Values Study) var framkvæmd á Íslandi árið 2017 var ákveðið að prófa einnig að leggja hana fyrir á internetinu í fyrsta skipti. Til að stytta tímann sem tekur að svara könnuninni var notast við hannaðar eyður þar sem stór hluti úrtaksins var aðeins beði...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Stefán Þór Gunnarsson 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32810
Description
Summary:Þegar Evrópska lífskoðanakönnunin (e. European Values Study) var framkvæmd á Íslandi árið 2017 var ákveðið að prófa einnig að leggja hana fyrir á internetinu í fyrsta skipti. Til að stytta tímann sem tekur að svara könnuninni var notast við hannaðar eyður þar sem stór hluti úrtaksins var aðeins beðinn um að svara hluta af könnuninni, en mismunandi var hvaða hluta fólk var fengið til þess að svara. Mikið magn auðra reita í gögnunum er óhjákvæmilega fylgifiskur aðferðarinnar og þegar gerð eru tölfræðipróf þarf á einhvern hátt að takast á við slík brottfallsgildi. Línueyðing, þar sem öllum röðum sem innihalda brottfallsgildi er eytt er algengasta leiðin, en þar sem gögn innihalda hátt hlutfall brottfallsgilda vegna hönnunarinnar er verið að fórna meiri upplýsingum en ástæða er til. Hér var gerð rannsókn þar sem bornar voru saman sjö aðferðir til þess að bregðast við þessari tegund brottfallsgilda, þar sem niðurstöður línulegs aðfallslíkans sem keyrt var á heilt gagnasafn var viðmiðið. Aðferðirnar voru línueyðing, dálkameðaltal, aðfallsgreining og aðfallsgreining með suði auk þriggja aðferða sem notast við marghliða tilreikning (e. multiple imputation), það er að segja predictive mean matching, flokkunar- og aðfallstré og slembiskóg. Niðurstöðurnar voru þær að marghliða tilreikningur með flokkunar- og aðfallstrjám og predictive mean matching skiluðu aðfallslíkani sem líkast var aðfallslíkani frá heilu gagnasafni. When the European Values Study was carried out in Iceland in 2017, it was decided to conduct a Computer Assisted Web Interviewing (CAWI) for the first time along with the traditional Computer Assisted Personal Interview (CAPI). In order to shorten the time it takes to answer the survey a matrix design was used. The questionnaire was split into 5 parts and the sample was randomly split so that each participant only answered 3 of these parts. A large amount of blank cells in the data is inevitably a consequence of this method, and when making statistical tests, these missing values must be dealt with in ...