Þræðir náms liggja víða : könnun á viðhorfi nemenda í 8. bekk til textíl- og smíðagreina með tilliti til kynjamunar

Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2005. Í fyrsta kafla er inngangur. Í öðrum kafla er umfjöllun um sögulega tengingu við textíl- og smíðagreinar og greint frá helstu frumkvöðlum og fræðimönnum sem tengjast greinunum, auk þess sem lög...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðfinna Sverrisdóttir, Heiðbjört Antonsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2005
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/328
Description
Summary:Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild Háskólans á Akureyri vorið 2005. Í fyrsta kafla er inngangur. Í öðrum kafla er umfjöllun um sögulega tengingu við textíl- og smíðagreinar og greint frá helstu frumkvöðlum og fræðimönnum sem tengjast greinunum, auk þess sem lög, reglur og aðalnámskrá grunnskóla eru skoðuð. Því næst er gerð grein fyrir hvernig greinarnar tengjast fjölskyldulífi, skólum og atvinnulífi. Einnig er komið inn á umræðu um kynjamun út frá líffræðilegum, uppeldislegum og félagslegum þáttum. Þriðji kafli inniheldur úrvinnslu á könnun sem gerð var í þremur skólum á áhuga kynjanna á textíl- og smíðagreinum. Í fjórða kafla eru síðan umræður um niðurstöðuna úr könnuninni og þær bornar saman við fræðilega kaflann. Fimmti kafli inniheldur framtíðarsýn höfunda. Í sjötta kafla eru lokaorð. Rannsóknarspurningarnar voru eftirfarandi: • Eru textíl- og smíðagreinar mikilvægar? • Finnst nemendum gaman að læra textíl og smíði? • Er áhersla lögð á að kenna textíl- og smíðagreinar samkvæmt aðalnámskrá? • Er kynbundinn munur á áhugasviðum? Helstu niðurstöður varðandi rannsóknarspurningarnar og þær tilgátur sem settar voru fram eru að nemendur telja textíl- og smíðagreinar mikilvægar. Flestir nemendur hafa áhuga á þessum greinum en það er svolítið misjafnt eftir kynjum. Það virðist vera að flestar greinarnar séu kenndar samkvæmt námskrám þó eru þar undantekningar. Drengir hafa talsvert minni áhuga á textíl en smíði. Stúlkur hafa svipaðan áhuga á hvoru tveggja, þó ívið meiri áhuga á textíl. Kynningarbæklingur um textíl og smíði fylgir með lokaverkefninu.