Ísland í Norðurskautsráðinu. Þar sem stærðin skiptir ekki öllu máli

Ísland er eitt átta aðildarríkja Norðurskautsráðsins sem er helsti samstarfsvettvangurinn um málefni norðurslóða. Verkefni Norðurskautsráðsins hafa orðið umfangsmeiri á undanförnum árum, einkum vegna áhrifa loftslagsbreytinga og alþjóðasamninga norðurskautsríkjanna. Ísland, sem er minnsta ríkið í rá...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Melkorka Mjöll Kristinsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32726
Description
Summary:Ísland er eitt átta aðildarríkja Norðurskautsráðsins sem er helsti samstarfsvettvangurinn um málefni norðurslóða. Verkefni Norðurskautsráðsins hafa orðið umfangsmeiri á undanförnum árum, einkum vegna áhrifa loftslagsbreytinga og alþjóðasamninga norðurskautsríkjanna. Ísland, sem er minnsta ríkið í ráðinu, nýtur góðs af lýðræðislegri uppbyggingu Norðurskautsráðsins og þeirri samvinnumenningu sem þar ríkir. Ísland hefur einnig gert sig gildandi á svæðinu af eigin rammleik með ýmsum hætti til dæmis með því að auka þekkingu innanlands á málefnum svæðisins. Ef marka má svör þeirra alþingismanna sem tóku þátt í rannsókninni er pólitísk staða Íslands á norðurslóðum sterk. Ísland hefur margt fram að færa til samstarfsins og sú lýðræðislega samvinnumenning sem ríkir í Norðurskautsráðinu styrkir stöðu Íslands. Margir þættir gera það að verkum að samstarfið einkennist af trausti og samvinnumenningu. Eitt af því sem skiptir máli í því samhengi er að stærsta verkefnið á norðurslóðum, loftslagsmál, er hnattrænt vandamál og snertir því alla. Verkefnið krefst þess að margir mismunandi aðilar sameini krafta sína, sérfræðiþekkingu og reynslu. Veikleikar Íslands felast einkum í smæð hagkerfisins sem gerir það að verkum að Ísland er að einhverju leyti vanbúið til að sinna sumum af þeim skyldum sem alþjóðasamningar norðurskautsríkjanna leggja Íslandi á herðar. Ísland hefur því lagt áherslu á stóraukna samhæfingu og aukna samvinnu við erlenda aðila um málefni svæðisins. Í maí árið 2019 tók Ísland við formennsku í ráðinu til tveggja ára. Þetta er í annað skiptið sem Ísland sinnir formennskunni. Gera má ráð fyrir að verkefnið reynist umfangsmeira að þessu sinni vegna fleiri og umfangsmeiri verkefna en áður. Vegna loftslagsmála ríkir mikil óvissa á svæðinu. Óvissa er oft undanfari breytinga. Mikilvægt er að stjórnun á norðurslóðum haldi áfram að einkennast af samvinnu og verði lýðræðisleg fremur en að aflsmunir og stærð ríkja fari að ákvarða áhrif þeirra á svæðinu. Iceland is a member state in the Arctic Council, which is the main ...