Barbarians of the North - Iceland's Status-seeking and Norm Entrepreneurship in the International System

Markmið þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir utanríkisstefnu Íslands og aðferðum ríkisins til að hasla sér völl á alþjóðavettvangi og innan alþjóðastofnana. Íslenska utanríkisþjónustan er skoðuð út frá hugtökum um félagsleg völd í formi jákvæðrar ímyndar á ýmsum sviðum og út frá kenningum um h...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hekla Fjölnisdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32704
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að gera grein fyrir utanríkisstefnu Íslands og aðferðum ríkisins til að hasla sér völl á alþjóðavettvangi og innan alþjóðastofnana. Íslenska utanríkisþjónustan er skoðuð út frá hugtökum um félagsleg völd í formi jákvæðrar ímyndar á ýmsum sviðum og út frá kenningum um hvernig smáríki leitast við að styrkja stöðu sína og öðlast virðingu frá stærri ríkjum og alþjóðasamfélaginu, til að öðlast meiri áhrif á alþjóðavísu. Á undanförnu áratugum hefur Ísland leitast við að auka þátttöku sína í alþjóðasamstarfi og lagt áherslu á jákvæða ímynd sína sem fyrirmyndarríki og sem hluti af Norðurlöndum. Þessi atriði er vert að skoða með því að svara spurningunum hvernig styrkir Ísland stöðu sína á alþjóðavettvangi og hvernig Ísland hefur reynt að gerast svokallaður „frumkvöðull í viðmiðum“ (e. norm entrepreneur). Tekin voru viðtöl við sjö fulltrúa utanríkisþjónustunnar til þess að fá fram þeirra viðhorf gagnvart stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Viðtölin og skýrslur frá stjórnvöldum voru greind með innihaldsgreiningu. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að utanríkisstefna Íslands hefur verið mótuð af því að styrkja stöðu landsins á tímabilinu 1999 til 2019. Íslenska utanríkisþjónustan hefur styrkt stöðu ríkisins með því að kynna landið sem fyrirmyndarríki, ríki sem hegðar sér á siðferðislega réttan hátt bæði innanlands og utan. Að auki hefur Ísland styrkt stöðu sína með því að auka þátttöku sína í alþjóðasamstarfi, sérstaklega innan Sameinuðu þjóðanna, þar sem ríkið hefur mesta möguleika til að hafa áhrif. Ísland hefur reynt að verða frumkvöðull í viðmiðum á fjórum sviðum, í kynjajafnrétti, sjávarútvegsmálum, endurnýjanlegri orku og landgræðslu. Mest áhersla er lögð á jafnréttismál í frumkvöðlastarfi utanríkisþjónustunnar. The aim of this thesis is to understand Iceland’s foreign policy and strategies as a small state in the international system, primarily through the concepts of status-seeking and norm entrepreneurship. Iceland has increased its involvement in international cooperation ...