„leiðin er innávið og uppímóti“ : Um fjórðu bylgju femínismans og íslenskar kvennabókmenntir

Femínískri umræðu hefur vaxið fiskur um hrygg á samfélagsmiðlum síðustu ár. Það telur breski bókmenntafræðingurinn Nicola Rivers meðal annars geta verið til merkis um að fjórða bylgja femínismans sé að sækja í sig veðrið. Hér á landi hefur aðdragandi fjórðu bylgju femínismans verið býsna öflugur og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásdís Helga Óskarsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32686
Description
Summary:Femínískri umræðu hefur vaxið fiskur um hrygg á samfélagsmiðlum síðustu ár. Það telur breski bókmenntafræðingurinn Nicola Rivers meðal annars geta verið til merkis um að fjórða bylgja femínismans sé að sækja í sig veðrið. Hér á landi hefur aðdragandi fjórðu bylgju femínismans verið býsna öflugur og aðgerðir undir svokölluðum myllumerkjum (e. hashtag) vakið athygli og jafnvel leitt til falls ríkisstjórnar og alþingiskosninga eins og umræðan undir #Höfumhátt sýndi árið 2017. Femínísk umræða síðustu ára hefur að miklu leyti hverfst um kynferðisofbeldi, sem endurspeglast í aðgerðum á borð við framangreinda #Höfumhátt en jafnframt í hinni alþjóðlegu #MeToo-byltingu og Brjóstabyltingunni (e. free the nipple). Kvenlíkaminn er þannig óhjákvæmilega miðlægur í þessum áherslum og aðgerðum. Markmið þessarar ritgerðar er fjalla um aðdraganda fjórðu bylgju femínismans í íslensku samfélagi og listsköpun ungra, íslenskra kvenna sem innlegg í baráttuna og samband þeirra við kvenlíkamann. Í stuttu máli endurspeglar þetta samband ýmiskonar togstreitu sem rekja má til fegurðar- og hegðunarkrafna sem fjölmiðlar eiga stóran þátt í að magna upp og þeirrar ógnar sem stafar af ofbeldi af hálfu karlmanna. Lögð verður áhersla á íslenskar kvennabókmenntir. Skáldkonurnar nota líkamlegt myndmál með margvíslegum hætti og svar þeirra birtist meðal annars í ákalli um uppreisn og kvennasamstöðu þvert á kynslóðir. Feminist discourse has become increasingly prominent on social media in the past few years. The British scholar Nicola Rivers has pointed out that amongst other things, this might be a sign of feminism’s fourth wave gaining ground. In Iceland, the run-up of said fourth wave has been quite vigorous. Feminist online activism has made an impact; the Icelandic #Höfumhátt-movement, for example, brought down a government leading to new elections in 2017. Feminist online discourse of recent years revolves largely around discussions about sexual violence as the aforementioned #Höfumhátt-movement demonstrated, as did the international ...