„Myndir taka líka svolítið sögu skólans“: Upplifun skólastjórnenda grunnskóla í Reykjavík af innleiðingu breytinga í kjölfar nýrrar persónuverndarlöggjafar

Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun skólastjórnenda í Reykjavík á innleiðingu breytinga í kjölfar nýrrar persónuverndarlöggjafar. Rannsóknarspurningin er „Hver er upplifun skólastjórnenda grunnskóla í Reykjavík af innleiðingu breytinga í kjölfar nýrrar persónuverndarlöggjafar?”. Notu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svana Rebekka Róbertsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32606
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í upplifun skólastjórnenda í Reykjavík á innleiðingu breytinga í kjölfar nýrrar persónuverndarlöggjafar. Rannsóknarspurningin er „Hver er upplifun skólastjórnenda grunnskóla í Reykjavík af innleiðingu breytinga í kjölfar nýrrar persónuverndarlöggjafar?”. Notuð var eigindleg aðferðafræði til þess að svara henni og stuðst við nálgun fyrirbærafræðinnar við öflun og greiningu gagnanna. Markmiðið var að komast að kjarna (e. essense) upplifunar þátttakenda. Lykilhugtök rannsóknarinnar eru breytingastjórnun, stofnanamenning, hlutverk stjórnenda og stjórnun upplýsinga. Þemun sem birtust rannsakanda við greiningu á upplifun þátttakenda eru tímaskortur, nemendaskráning, upplýsingamiðlun og skráningagat. Þegar upplifun skólastjórnenda er skoðuð benda niðurstöður til þess að þeir vilji skýrari ramma frá skólayfirvöldum til að vinnubrögð allra hluthafa séu samræmd. Samræmingu og skýrari yfirsýn megi ná með gagnvirkri samvinnu á milli skólastjórnvalda og stjórnenda grunnskóla. Þá benda niðurstöður jafnframt til þess að skólastjórnendur finna fyrir skorti á stuðningi og svigrúmi til ígrundunar til að vinna faglega og heilshugar að innleiðingu breytinga. Eftir greiningu viðtala með greiningaraðferð fyrirbærafræðilegrar aðferðafræði kom kjarninn í ljós: Gagnvirk samskipti skila árangri.