Lækkandi kosningaþátttaka á Íslandi: Kynslóð latra kjósenda?

Í lýðræðisríkjum víða um heim hefur kosningaþátttaka ungs fólks farið lækkandi og sömu sögu má segja hérna heima fyrir. Í þessari ritgerð er fjallað um lækkandi kjörsókn í Alþingiskosningum á Íslandi, og þá sérstaklega lækkandi kosningaþátttöku ungs fólks sem hefur verið mest af...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eiríkur Búi Halldórsson 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32591
Description
Summary:Í lýðræðisríkjum víða um heim hefur kosningaþátttaka ungs fólks farið lækkandi og sömu sögu má segja hérna heima fyrir. Í þessari ritgerð er fjallað um lækkandi kjörsókn í Alþingiskosningum á Íslandi, og þá sérstaklega lækkandi kosningaþátttöku ungs fólks sem hefur verið mest afgerandi af öllum aldurshópum. Markmið rannsóknarinnar er að reyna varpa ljósi á hvað kann að útskýra lækkandi kosningaþátttöku á Íslandi, og hvort greina megi kynslóðaáhrif þar sem yngri kjósendur eru að nýta kosningarétt sinn í enn minna mæli en á árum áður. Viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða hvernig skýra megi lækkandi kjörsókn meðal almennings á Íslandi. Kosningaþátttaka er greind út frá kenningum um breytt viðhorf almennings gagnvart stjórnmálum, minna trausts til stjórnmálamanna og minni áhuga á stjórnmálum. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á að breytt viðhorf hafi skilað sér í minni áhuga á þátttöku í kosningum og neikvæðara viðhorfi gagnvart stjórnmálum. Spáð er fyrir að ákveðin kynslóðaáhrif hafi átt sér stað þar sem ný kynslóð kjósenda hafi tekið við sem kýs ekki í sama mæli og fyrri kynslóðir. Að sama skapi er skoðað hvort áhrif aldurs á kjörsókn hafi breyst undanfarin ár. Til að svara tilgátum rannsóknarinnar er stuðst við spurningar og niðurstöður úr Íslensku kosningarannsókninni. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja við tilgátur hennar og varpa ljósi á lækkandi kosningaþátttöku hérlendis. Kjörsókn allra aldurshópa hefur farið lækkandi í Alþingiskosningum hérlendis en breytingin virðist vera mest hjá yngsta aldurshópnum. Greina má áhrif kynslóðabils þar sem ný kynslóð kjósenda kýs ekki í sama mæli og fyrri kynslóðir. Einnig hafa megináhrif aldurs á kosningaþátttöku breyst frá 1983 og hefur mesta breytingin átt sér stað hjá yngsta aldurshópnum, þetta styrkir enn frekar við tilgátu um kynslóðabilið og er vísir að því að ný kynslóð skilji eftir sig „fótspor“ lágrar kosningaþátttöku. ...