Menntun fyrir mannkyn og jörð : raddir nemenda um áhrif á eigin menntun og inntak hennar og viðhorf stjórnenda til sömu þátta

Ritgerðin „Menntun fyrir mannkyn og jörð – raddir nemenda um áhrif á eigin menntun og inntak hennar og viðhorf stjórnenda til sömu þátta” fjallar um mikilvægi breytinga og nýsköpunar í skólastarfi út frá hugmyndum nemenda um áhrif þeirra á eigið nám og innihald þess, en einnig um áherslur alþjóðasam...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Soffía Vagnsdóttir 1958-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32494
Description
Summary:Ritgerðin „Menntun fyrir mannkyn og jörð – raddir nemenda um áhrif á eigin menntun og inntak hennar og viðhorf stjórnenda til sömu þátta” fjallar um mikilvægi breytinga og nýsköpunar í skólastarfi út frá hugmyndum nemenda um áhrif þeirra á eigið nám og innihald þess, en einnig um áherslur alþjóðasamfélagsins á inntak náms á 21. öld. Titillinn er tilvísun í eftirlitsskýrslu UNESCO frá 2016 um menntun, en skýrslan ber heitið Education for people and planet: creating sustainable futures for all. Stuðst var við megindlegar niðurstöður rafrænna spurningakannana meðal 14 ára nemenda á Íslandi og í Slóvakíu. Þá voru tekin sex djúpviðtöl með eigindlegri rannsóknaraðferð við tvo íslenska skólastjórnendur, einn frá Tékklandi, einn frá Þýskalandi, einn frá Hollandi og að síðustu einn hollenskan skólafrumkvöðul. Einnig voru tekin viðtöl við 16 rýnihópa nemenda í skólum á Akureyri á aldrinum 13 – 15 ára. Horft var til kenninga um lykilhugtök eins og mannkostamenntun (e. character education), nemendalýðræði (e. student democracy), sjálfsákvörðunarréttur (e. self-determination), nýsköpun í skólastarfi (e. school innovation), dýpra nám (e. deep learning), sköpun (e. creativity) og samfélagsfrumkvöðlar (e. social entrepreneurs). Helstu niðurstöður eru að þrátt fyrir að sjálfsákvörðunarréttur nemandans í eigin námi og tækifæri hans á að velja viðfangsefni sé mjög mikilvægur, séu þvert á móti of fá tækifæri fyrir nemendur til þess í skólanum. Um 17% íslenskra stúlkna telja sig stundum eða oft fá að velja sér verkefni og aðeins rúm 6% jafnaldra þeirra í Slóvakíu. Tæp 23% íslenskra drengja telja sig frekar eða mjög oft fá tækifæri til að velja sér verkefni í skólanum en aðeins um 7% þeirra slóvakísku jafnaldra. Þá sýna niðurstöður að stór hópur nemendanna upplifir mikið tilgangsleysi í því sem þeir eru að gera í skólanum. Þannig segjast 38% íslensku stúlknanna og 42% þeirra slóvakísku upplifa að það sem þær eru að gera í skólanum skipti ekki máli. 41% íslensku drengjanna og 35% þeirra slóvakísku upplifa slíkt hið sama. Skapandi ...