Er samsvörun á milli þess á hvaða tungumáli Íslendingar fá þjónustu á íslenskum veitingastöðum og hversu miklu máli það skiptir Íslendinga að hafa íslensku sem þjónustutungumál þar?: Hvaða atriði tengd íslenskri tungu gætu helst skýrt svarið?

Rannsóknin var gerð til að kanna stöðu íslenskunnar sem þjónustutungumáls fyrir Íslendinga á veitingastöðum - hvort Íslendingar vilji hafa íslensku sem þjónustutungumál þar og hvaða ástæður gætu mögulega skýrt stöðu íslenskunnar á veitingastöðum. Könnuð var samsvörun á milli stöðu þjónustuveitanda o...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Oddur Sigurðarson 1960-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32493
Description
Summary:Rannsóknin var gerð til að kanna stöðu íslenskunnar sem þjónustutungumáls fyrir Íslendinga á veitingastöðum - hvort Íslendingar vilji hafa íslensku sem þjónustutungumál þar og hvaða ástæður gætu mögulega skýrt stöðu íslenskunnar á veitingastöðum. Könnuð var samsvörun á milli stöðu þjónustuveitanda og óska Íslendinga – hvað stjórnendur veitingastaðanna segja um stöðu íslenskunnar og hversu miklu máli það skiptir Íslendinga að fá íslenska þjónustu á veitingastöðum. Tekin voru viðtöl við stjórnendur veitingastaða og sérfræðinga á svið íslenskrar tungu og gerð Netkönnun á afstöðu Íslendinga til íslensku sem þjónustutungumáls á veitingstöðum. Skýringa var síðan leitað hjá sérfræðingum í íslenskri tungu á niðurstöðum rannsóknarinnar, út frá utanaðkomandi áhrifum, íbúum og stjórnenda veitingastaða, innviðum í íslensku samfélagi og stefnumörkun íslenskrar tungu. Rannsóknin sýnir að þegar íslenskumælandi einstaklingur fer á veitingastað er ekki á vísan að róa. Á höfuðborgarsvæðinu er þjónustutungumálið líklega íslenska en á landsbyggðinni allt eins enska. Íslendingar vilja fá þjónustu á íslensku á veitingastöðum en aldur, menntun og búseta skipta þó máli í afstöðu þeirra. Samsvörun er á höfuðborgarsvæðinu í afstöðu Íslendinga og stöðu íslenskunnar á veitingastöðum en hið gagnstæða á landsbyggðinni. Eintyngdir Íslendingar gætu átt von á sértækri þjónustu. Eina leiðin til að þjónusta Íslendinga á íslensku á veitingstöðum er að starfsfólkið kunni þjóðtungu Íslendinga að því marki sem starfið krefst. Kennara skortir til að kenna íslensku og samstillt átak allra aðila þarf til að tryggja stöðu íslenskunnar. Afstaða Íslendinga ætti að vera nægilega virkur ímyndarhvati fyrir stjórnendur veitingastaða. This research was undertaken to examine the status of the Icelandic language as a service-language for Icelanders. Firstly, if Icelanders want to use Icelandic as their service-language and secondly, what possible reasons could explain the status of the Icelandic language in restaurants in Iceland. Correlation between the status ...