Upplifun starfsfólks af stuðningi vinnustaðar til bættrar heilsu : heilsuefling á vinnustað

Mikil vitundarvakning hefur orðið á heilsutengdum þáttum í íslensku samfélagi undanfarin ár og fólk tekur upplýstari ákvarðanir varðandi heilsuhegðun sína en áður. Með heilsueflingu innan samfélaga sem auðvelda aðgengi að hollum lifnaðarháttum er hægt að hafa áhrif á heilsuhegðun fólks. Vegna þess m...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aldís Garðarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32418
Description
Summary:Mikil vitundarvakning hefur orðið á heilsutengdum þáttum í íslensku samfélagi undanfarin ár og fólk tekur upplýstari ákvarðanir varðandi heilsuhegðun sína en áður. Með heilsueflingu innan samfélaga sem auðvelda aðgengi að hollum lifnaðarháttum er hægt að hafa áhrif á heilsuhegðun fólks. Vegna þess mikla tíma sem einstaklingar verja í vinnunni er verðugt að skoða hvort, og þá hvað, vinnustaðir leggja af mörkum til að bæta heilsu starfsfólks. Markmið þessarar rannsóknar er að gefa mynd af upplifun starfsfólks ákveðins bæjarfélags af stuðningi vinnustaðarins til eflingar á heilsu þess, auk þess að skoða sýn þess á hversu mikilvægt er að sá stuðningur sé til staðar. Notast var við blandaða rannsóknaraðferð. Í upphafi var gerð megindleg gagnasöfnun og út frá niðurstöðum hennar var eigindleg rannsókn framkvæmd með hálfopnum einstaklingsviðtölum, til dýpkunar á skilningi á upplifun starfsfólksins, út frá megindlegum niðurstöðum. Starfsfólkið sem rætt var við telur vinnustaðinn gera vel á sumum þáttum heilsueflingar, til dæmis með því að bjóða upp á niðurskorna ávexti daglega og bjóða upp á sveigjanlegan vinnutíma, en megi hins vegar gera betur á öðrum, svo sem að bæta mætti aðgengi á vinnustaðnum til að stunda hreyfingu í vinnutíma og að minnka mætti vinnuálag á hvern starfsmann. Viðmælendur telja mikilvægt að stjórnendur vinnustaðarins leggi sig fram við að styðja starfsfólk sitt til að efla heilsu þess og til þess sé hægt að notast við mismunandi úrræði og leiðir. Heilsueflandi umhverfi á vinnustöðum hefur jákvæð áhrif á vinnustaðinn sem heild og gæti verið gott að innleiða sem víðast. In recent years an awakening has occurred on health-related factors in Iceland. Health researches, both on mental and physical health, have allowed people to take more informative decisions about their health behaviour than before. The basis for decisions that benefit health also consist of health promotive communities and a community that offers accessibility to supplies and services that can promote citizens health. Because of the ...