Samskipti lögreglu og fjölmiðla : breytti dagbók lögreglu lögreglufréttum?

Samstarf lögreglu og fjölmiðla er mikilvægt. Almenningur kallar eftir upplýsingum um það sem er að gerast í samfélaginu og skiptir upplýsingaflæði frá lögreglu þar miklu máli. Fréttir af lögreglustörfum hafa bæði forvarnar- og upplýsingagildi fyrir almenning og hafa fjölmiðlar þar stóru hlutverki að...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Linda María Guðmundsdóttir 1979-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32393
Description
Summary:Samstarf lögreglu og fjölmiðla er mikilvægt. Almenningur kallar eftir upplýsingum um það sem er að gerast í samfélaginu og skiptir upplýsingaflæði frá lögreglu þar miklu máli. Fréttir af lögreglustörfum hafa bæði forvarnar- og upplýsingagildi fyrir almenning og hafa fjölmiðlar þar stóru hlutverki að gegna sem fjórða valdið. Tilgangur þessa verkefnis var að kynnast dagbók lögreglu og rýna í það upplýsingaflæði sem er til staðar á milli lögreglunnar og fjölmiðla. Rétt er að taka fram að það sem kallast dagbók lögreglu hjá fjölmiðlum er innra kerfi lögreglu sem ber heitið LÖKE. Þar er því safnað saman sem lögreglan tekst á við í starfi sínu og er samantekt unnin þaðan sem send er til fjölmiðla. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð verkefnisins. Tekin voru viðtöl við tvo upplýsingafulltrúa, annan hjá umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum og hinn hjá umdæmi lögreglunnar í Reykjavík. Einnig voru tveir starfsmenn fjölmiðla spurðir spurninga, annar starfar hjá RÚV og hinn er fréttastjóri hjá Morgunblaðinu. Fengu þeir spurningalista sem tengist dagbók lögreglu og voru spurðir út í upplýsingaflæðið sem er til staðar á milli lögreglu og fjölmiðla. Rætt var um hvort strangar reglur væru til staðar í almennri umfjöllun, hvort eða hvaða hagsmunir það væru sem réðu úrslitum um hvað ratar í fréttir og hvernig sambandinu væri háttað á milli lögreglu og fjölmiðla. Niðurstöður viðtalanna sýndu að samstarf lögreglu og fjölmiðla er heilt yfir gott og má segja að það sé í stöðugri þróun. Breyting er frá því sem áður var. Í stað þess að blaðamenn hringi tvisvar á dag í lögregluembætti til að afla frétta er ferlið orðið þannig að fjölmiðlum berast reglulega upplýsingar frá lögreglu. Kallaðist það ferli löggutékk. Ef eitthvað þykir óljóst í sambandi við þær upplýsingar sem sendar eru til fjölmiðla upp úr dagbókinni er blaðamönnum velkomið að hafa samband við lögreglu og spyrja þannig frekari spurninga. Eru bæði fjölmiðlamenn og lögregla heilt yfir ánægð með samskiptin, þó finnst blaðamönnum það ákveðinn mínus að ...