Þekkingarverðmæti í reikningsskilum

Verkefni þetta er unnið á lokaári í Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Megintilgangur með verkefninu er að leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Eru endurskoðendur á Íslandi að meta þekkingarverðmæti í reikningsskilum? Í fræðilega hluta verkefnisins er fjallað um helstu hugt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðrún Elsa Gunnarsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3233
Description
Summary:Verkefni þetta er unnið á lokaári í Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri. Megintilgangur með verkefninu er að leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Eru endurskoðendur á Íslandi að meta þekkingarverðmæti í reikningsskilum? Í fræðilega hluta verkefnisins er fjallað um helstu hugtök þekkingarstjórnunar. Fjallað er um þekkingarverðmæti og þekkingarskýrslu út frá þeim skilgreiningum sem fræðimenn hafa sett fram. Þá er einnig fjallað um reikningsskil, helstu markmið þeirra og þær reglur sem fyrirtækjum er ætlað að fara eftir. Í verkefninu er einnig fjallað um meðferð óefnislegra eigna í hefðbundnum reikningsskilum. Rannsóknarhluti verkefnisins beindist að því að skoða hvort endur-skoðendur væru að meta þekkingarverðmæti í reikningsskilum fyrirtækja á Íslandi. Einnig beindist þessi hluti að því að skoða hvort endurskoðendur kæmu að gerð þekkingarskýrslu og hvaða reglum væri beitt við mat á umræddum verðmætum. Óskað var eftir viðtölum við tvo endurskoðendur hjá hverri af þremur helstu endurskoðunar-stofum á Íslandi, þ.e. Deloitte, KPMG og PWC. Niðurstöðurnar mínar eru þær að endurskoðendur eru ekki að notast við hugmyndafræði þekkingarreikningsskila. Endurskoðendur eru mjög varkárir við mat á huglægum þáttum. Þær helstu reglur sem þeir notast við eru í samræmi við skilgreiningar alþjóðlegra reikningsskilastaðla.