Hringhjól

Í þessu verkefni er hannað, smíðað og prófað vélknúið hringhjól. Hringhjól skera sig úr með því að hafa aðeins eitt hjól sem snertir jörðu. Ökumanni og vélbúnaði er komið fyrir innan í hjólinu og heldur það jafnvægi með hverfiþunga og jafnvægi ökumanns. Hringhjólið er ætlað sem leiktæki en ekki til...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Auðunn Herjólfsson 1987-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32329
Description
Summary:Í þessu verkefni er hannað, smíðað og prófað vélknúið hringhjól. Hringhjól skera sig úr með því að hafa aðeins eitt hjól sem snertir jörðu. Ökumanni og vélbúnaði er komið fyrir innan í hjólinu og heldur það jafnvægi með hverfiþunga og jafnvægi ökumanns. Hringhjólið er ætlað sem leiktæki en ekki til almennrar notkunar enda er erfitt að stýra hjólinu með góðu móti. Vélbúnaður og annar búnaður er fenginn úr gjafahjóli en annar búnaður smíðaður. Við hönnun var stuðst við Inventor til að gera þrívíddarteikningar og smíðateikningar af hjólinu og svo ANSYS við greiningar á burðarvirki hjólsins. Öryggi ökumanns var haft að leiðarljósi en notkun hjólsins krefst samt öryggisbúnaðar líkt og hjálms og mótorhjólahlífa. Öll smíði og standsetning vélbúnaðar var framkvæmd af höfundi á verkstæði Háskólans í Reykjavík.