„Eins og ég segi vetrarferðamennska sem slík þarf alltaf að vera í mjög litlu magni“: Vetrarferðamennska á Hornströndum

Hornstrandir voru með afskekktari byggðum Íslands fram til 1952 þegar síðasti ábúandi gamla Sléttuhrepps fluttist í burtu. Samgöngur eru erfiðar og er helst ferðast þangað með bátum, þó hægt sé að fara fótgangandi inn á svæðið. Hornstrandir voru friðlýstar árið 1975. Tilkynningarskylda er til Umhver...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jónína Elísa Ólafsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32296
Description
Summary:Hornstrandir voru með afskekktari byggðum Íslands fram til 1952 þegar síðasti ábúandi gamla Sléttuhrepps fluttist í burtu. Samgöngur eru erfiðar og er helst ferðast þangað með bátum, þó hægt sé að fara fótgangandi inn á svæðið. Hornstrandir voru friðlýstar árið 1975. Tilkynningarskylda er til Umhverfisstofnunar inn á friðlandið milli 15. apríl og 15. júní, þar sem landssvæðið er viðkvæmt þegar það kemur undan vetri. Hefur það verið óskrifuð regla að fara ekki inn á friðlandið að vetri til. Friðlandið á Hornströndum hefur verið vinsæll og sívaxandi ferðamannastaður undanfarin ár. Höfundur hafði áhuga á að kanna hver möguleikinn væri á að stunda vetrarferðamennsku á Hornströndum. Var það skoðað í samhengi við erlend fræði. Til að fá fram upplýsingar um raunhæfi vetrarferðamennsku á Hornströndum, var mikilvægt að hlusta á skoðanir heimamanna, sem hafa tengingar inn á friðlandið og hverjar skoðanir heimamanna væru á vetrarferðamennsku á Hornströndum. Notast var við hentugleikaúrtak þar sem rætt var við fjórar konur búsettar á Ísafirði, sem hafa tengsl við Hornstrandir, í gegnum ferðaþjónustu, eru landeigendur eða afkomendur fyrrum íbúa Sléttuhrepps. Viðtalið við þær var hálfstaðlað. Notast var við kerfið opna kóðum sem notast er við til að greina viðtöl og skipta þeim upp í flokka. Niðurstöður gefa það til kynna að hægt sé að stunda vetrarferðamennsku í Friðlandi Hornstranda, að uppfylltum öryggisskilyrðum og að fylgt sé þeim lögum náttúruverndar á svæðinu, til verndar sérstæðu plöntu- og dýralífi Friðlandsins. Hornstrandir peninsula populated the most remote habitats in Iceland, up until 1952 when the last farmer moved from the old Sléttuhreppur. Transportations were difficult and is still most accessible by boat, even though one can access the peninsula by foot. In 1975 Hornstrandir became a nature reserve. According to law, travellers must notify The environment agency of Iceland when entering the nature reserve between April 15 and June 15, since the area is fragile when snow takes up. It has been an unwritten ...