„Ég fer bara út úr bænum þegar ég er í fríi“: Rannsókn á viðhorfum Ísfirðinga til skemmtiskipaferðamennsku

Samfélög í kringum hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum verða fyrir ýmsum áhrifum vegna komu þeirra. Helstu áhrif skemmtiskipaferðamennsku á heimamenn snúa að umhverfi, efnahag og rými. Ef rýnt er í áhrifin kemur í ljós að öll hafa þau eitthvað með lífsgæði að gera. Í þessari ritgerð skoðum við...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Lilja Sif Magnúsdóttir 1993-, Margrét Björg Hallgrímsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32285
Description
Summary:Samfélög í kringum hafnir sem taka á móti skemmtiferðaskipum verða fyrir ýmsum áhrifum vegna komu þeirra. Helstu áhrif skemmtiskipaferðamennsku á heimamenn snúa að umhverfi, efnahag og rými. Ef rýnt er í áhrifin kemur í ljós að öll hafa þau eitthvað með lífsgæði að gera. Í þessari ritgerð skoðum við fyrrnefnd áhrif og markmiðið er að fræðast um upplifanir og viðhorf heimamanna til þeirra. Til að komast að þessu var framkvæmd viðtalsrannsókn og spurningakönnun lögð fyrir Ísfirðinga. Niðurstöður leiddu í ljós að Ísfirðingar upplifa sömu megináhrif og fræðasviðið bendir á að mestu leyti. Helst bar á áhyggjum þeirra af loftmengun, vanvirðingu ferðamanna fyrir einkalífi íbúa, aukinni umferðarhættu og hvernig framtíð skemmtiskipaferðamennsku muni þróast. Þau áhrif sem Ísfirðingar upplifðu af skemmtiskipaferðamennsku leiddu í ljós að bein tenging er við þætti sem eru einkennandi fyrir lífsgæði. Ferðamennskan hefur því bein áhrif á hvernig þeir upplifa lífsgæði sín í samfélaginu. Munur var á því hvernig heimamenn svöruðu spurningum könnunarinnar eftir aldri, kyni og búsetulengd. Yngri hópar þátttakenda voru svartsýnni í garð komu skemmtiferðaskipa heldur en hinir eldri, konur höfðu meiri áhyggjur hvað áhrif þeirra varðar og þeir sem höfðu búið lengur en 20 ár á Ísafirði höfðu minni áhyggjur en þeir sem höfðu búið þar skemur. Niðurstöður sýna að lítið svigrúm er fyrir fjölgun skemmtiskipaferðamanna á svæðinu og mikilvægt er að passa skipulag þar í kring ef frekari aukning á sér stað í framtíðinni. Lykilorð: Skemmtiskipaferðamennska, skemmtiferðaskip, ferðamenn, Ísafjörður, lífsgæði, fjöldi, samfélag, upplifanir, viðhorf. Local residents in harbor communities are affected by cruise ship arrivals in many ways. The biggest impacts on locals concern the environment, local economy and their immediate surroundings. These three main factors can all affect the residents quality of life (QOL). The main goal of this paper is to research the connection between these factors and the residents, to see how these factors affect ...