Líf í Laugardalnum: Tónlistarhátíðin Secret Solstice og viðhorf íbúa Laugardalsins til hátíðarinnar

Markmiðið með þessari rannsókn er að athuga viðhorf íbúa Laugardalsins til tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og hvort hátíðin skapi að einhverju leyti ónæði fyrir íbúa á svæðinu. Í ritgerðinni verður fjallað um viðburði, hátíðir, tónlistarhátíðir, samfélagsleg áhrif viðburða, helstu einkenni góð...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Steinunn Sara Hallsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32263
Description
Summary:Markmiðið með þessari rannsókn er að athuga viðhorf íbúa Laugardalsins til tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice og hvort hátíðin skapi að einhverju leyti ónæði fyrir íbúa á svæðinu. Í ritgerðinni verður fjallað um viðburði, hátíðir, tónlistarhátíðir, samfélagsleg áhrif viðburða, helstu einkenni góðra viðburða, viðburðastjórnun, tónlistarhátíðina Secret Solstice sem hefur verið haldin árlega í Laugardalnum síðan árið 2014 og að lokum verður greint frá niðurstöðum rannsóknarinnar og þær ræddar. Við framkvæmd rannsóknarinnar var notast við megindlegar rannsóknaraðferðir þar sem send var út spurningakönnun í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að viðhorf íbúa Laugardalsins sé frekar jákvætt heldur en neikvætt en mjög skiptar skoðanir eru þó á hátíðinni. Einnig benda niðurstöðurnar til þess að íbúar Laugardalsins verði fyrir einhverju ónæði vegna hátíðarinnar en þó ekki miklu.