Vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940

Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í þeim tilgangi verður gerð úttekt á dómum Hæstaréttar á tíu ára tímabili, frá 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018. Í upphafi ritgerðarinnar verður fjallað um sögulega þróun n...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ellen Þóra Blöndal 1991-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32218
Description
Summary:Ritgerð þessi fjallar um vægi óbeinna sönnunargagna í nauðgunarmálum skv. 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Í þeim tilgangi verður gerð úttekt á dómum Hæstaréttar á tíu ára tímabili, frá 1. janúar 2008 til 1. janúar 2018. Í upphafi ritgerðarinnar verður fjallað um sögulega þróun nauðgunarákvæðisins allt frá þjóðveldisöld og þar til nauðgunarákvæði 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940, var breytt með lögum nr. 16/2018 um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum. Þá verður gerð grein fyrir hugtökunum samræði og önnur kynferðismök og þeim verknaðaraðferðum sem kveðið er á um í ákvæðinu. Í framhaldi af því verður fjallað um sönnun og helstu sönnunargögn í nauðgunarmálum. Að því loknu er fjallað um úttektina á dómum Hæstaréttar þar sem áhersla er lögð á vægi óbeinna sönnunargagna. Dómarnir eru skoðaðir með hliðsjón af því hvaða sönnunargögn lágu fyrir í málunum og hvort vísað var til þeirra óbeinu sönnunargagna sem lágu fyrir til stuðnings sekt eða sýknu ákærða. Úttektin leiddi í ljós að ásamt framburði ákærða og brotaþola eru algengustu sönnunargögnin í nauðgunarmálum læknisfræðileg gögn, ásamt vottorði frá sálfræðingi eða öðrum sérfræðingum og framburður vitna um atvik fyrir eða eftir brot. Þá leiddi úttektin jafnframt í ljós að óbein sönnunargögn hafa talsvert vægi og þegar þau liggja fyrir er stuðst við þau í lang flestum tilvikum. Loks kom í ljós að óbein sönnunargögn geta nægt ef þau styðja trúverðugan framburð brotaþola, en í 11 málum þar sem ákærði neitaði sök en var sakfelldur var sakfelling hans studd framburði brotaþola sem fékk einungis stoð í óbeinum sönnunargögnum. This thesis addresses the weight of indirect evidence in rape cases according to the 1st paragraph of article 194 in the Icelandic Penal code No. 19/1940. For that purpose, the rulings of the Supreme Court of Iceland during the period from January 1st 2008 to January 1st 2018 will be examined. First there is a general discussion about the historic development of the rape ...