Akureyri að vetri

Markmiðið með verkefninu þessu er fá betri yfirsýn yfir samsetningu ferðamanna sem koma til Akureyrar að vetri. Gerð var markaðsrannsókn með það að markmiði að afla upplýsinga um það hvaða forsendur lágu að baki ákvörðunar ferðamanna um að koma til Akureyrar. Einnig hverjar eru ferðavenjur fólks yfi...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Valdemar Valdemarsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3219
Description
Summary:Markmiðið með verkefninu þessu er fá betri yfirsýn yfir samsetningu ferðamanna sem koma til Akureyrar að vetri. Gerð var markaðsrannsókn með það að markmiði að afla upplýsinga um það hvaða forsendur lágu að baki ákvörðunar ferðamanna um að koma til Akureyrar. Einnig hverjar eru ferðavenjur fólks yfir vetrartímann, hvað hafði fólk fyrir stafni, hversu lengi var dvalið og eftir hvaða leiðum aflaði fólk sér upplýsinga um Akureyri?. Stóðst sú afþreying og sú þjónusta sem ferðamenn nýttu sér í ferð sinni til Akureyrar þær væntingar sem til hennar voru gerðar. Eitt af markmiðum verkefnisins var að draga fram þá þætti í ferðaþjónustu yfir vetrartímann, sem mætti með einhverjum hætti bæta. Í verkefninu var farið yfir þá þætti sem máli skipta í ferðaþjónustu á svæðinu yfir vetrartímann, hverjir eru styrkleikar og veikleikar Akureyrar en þeir gætu verið allt aðrir að vetri en að sumri. Fjallað verður almennt um ferðaþjónustu og vetrarferðamennsku gerð sérstök skil. Megindlegar aðferðir voru notaðar við rannsóknina en gerð var hefðbundin könnunarrannsókn. Einnig voru nokkrir einstaklingar úr bæjarlífinu fengnir til að meta styrkleika, veikleika, ógnanir og tækifæri Akureyrar sem vetrarferðamannastaðar en slíkt huglægt mat flokkast sem eigindleg rannsókn. Rannsóknin „Ferðavenjur Íslendinga yfir vetrartímann með áherslu á Norðurland“ sem gerð var 2008, hafði það að markmiði að svara sömu spurningum og verkefni þetta. Er sú rannsókn því notuð til samanburðar í þessu verkefni. Að ná til allra ferðamanna sem koma til bæjarins er ekki einfalt verkefni, möguleikar í gistingu eru fjölmargir og afþreying fjölbreytt og ekki hægt að greina ferðamenn frá heimamönnum á slíkum stöðum. Niðurstaðan var því sú að gera rannsókninna á eftir töldum stöðum,  35 orlofsíbúðum í Furulundi 8 og 10  Hótel KEA  5 orlofshúsum Sæluhúsa á Akureyri  12 orlofshúsum í Fögruvík 4 km norðan við Akureyri Ekki var hægt að hafa áhrif á hvernig úrtakið var samsett og því um ólíkindaúrtak að ræða, en 325 rannsóknum var dreift. Verkefnið var unnið fyrir ...