„Það er bara eitthvað svo stimplað í samfélagið að maður verði að vera á bókina“: Námsval nemenda í MA og VMA

Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í náms- og skólaval viðmælenda sem völdu sér Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri sem framhaldsskóla eftir 10. bekk. Áhersla var lögð á að skoða ástæður þess að þau völdu tiltekna námsbraut og samkvæmt þeirra upplifun hvaða þættir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Júlíusdóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32165
Description
Summary:Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að fá innsýn í náms- og skólaval viðmælenda sem völdu sér Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri sem framhaldsskóla eftir 10. bekk. Áhersla var lögð á að skoða ástæður þess að þau völdu tiltekna námsbraut og samkvæmt þeirra upplifun hvaða þættir það voru sem höfðu áhrif á það val. Einnig var reynt að greina viðhorf viðmælenda til framhaldskólanna á Akureyri og nemenda þeirra skóla. Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við átta nemendur sem stunda nám við Menntaskólann á Akureyri og Verkmenntaskólann á Akureyri. Helstu niðurstöður sýndu fram á ýmsa þætti sem höfðu áhrifa á námsval viðmælanda. Skýrt munstur var á því hvort námsvalið væri út frá skóla eða námsbraut. Nemendurnir úr MA virtust frekar hafa valið sér nám út frá skóla en nemendurnir úr VMA virtust hafa valið nám út frá námsbraut. Þeir þættir sem virtust hafa áhrif á náms- og skólaval viðmælenda voru áhugi á því námi sem valið var, systkini, foreldrar, væntingar um félagslíf í framhaldsskóla, áhugi á verklegu- eða bóklegu námi í grunnskóla og vitneskja í grunnskóla um framhaldsnám og störf. Einnig sýndu niðurstöður fram á sterk viðhorf viðmælenda til framhaldskólanna á Akureyri sem einnig höfðu mikil áhrif á val þeirra. Vonast er til að niðurstöðurnar nýtist til að finna leiðir sem auka skilning á hvernig nemendur velja skóla eða nám út frá viðhorfum frekar en til dæmis áhuga. Með þann skilning í farteskinu væri hugsanlega hægt að útbúa aðgerðaráætlun sem gæti nýst til að draga úr brottfalli úr námi og jafnvel auka hlutfall nemenda sem sækja um á starfsnámsbrautum. The aim of this research was to study the motivations behind the school and course of study choices of students after finishing elementary schools and now studying in Akureyri Junior College (í. Menntaskólinn á Akureyrir) or Akureyri Comprehensive College (í. Verkmenntaskólinn á Akureyri). The focus of the study is on the students reasoning why and how they decided about their upper level studies and what influenced their ...