Áfangastaðurinn Austurland: Vitund, ímynd og markhópar

Markmið með þessari ritgerð er að rannsaka Austurland sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn og samsvörun erlendra ferðamanna við markhópa Íslandsstofu og Austurbrúar. Lagðar voru fram þrjár rannsóknarspurningar og ein tilgáta: 1. Hver er vitund erlendra ferðamanna á Austurlandi sem áfangastaðar? 2....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Páll Jónsson 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32116
Description
Summary:Markmið með þessari ritgerð er að rannsaka Austurland sem áfangastað fyrir erlenda ferðamenn og samsvörun erlendra ferðamanna við markhópa Íslandsstofu og Austurbrúar. Lagðar voru fram þrjár rannsóknarspurningar og ein tilgáta: 1. Hver er vitund erlendra ferðamanna á Austurlandi sem áfangastaðar? 2. Hver er ímynd Austurlands sem áfangastaðar í augum erlendra ferðamanna? 3. Geta erlendir ferðamenn samsvarað sig við lýsingar markhópa Íslandsstofu og Austurbrúar? Tilgáta: Þeir sem yfirgefa landið hafa meiri vitund um Austurland en þeir sem nýkomnir eru. Notast var við megindlega aðferðafræði og var spurningalista dreift á meðal þátttakenda yfir tvo daga í rútum Grayline frá Reykjavík til Keflavíkurflugvallar og til baka. Fjöldi svarenda var 290 einstaklingar, þar af voru 62,41% konur og 37,59% karlar. Jöfn dreifing var á aldri svarenda en flestir voru á aldursbilinu 18-35 ára eða 46,21%. Svarendur komu frá 31 landi en langflestir komu frá Bretlandi og síðan Bandaríkjunum og Kína. Vitund úrtaksins á svæðinu var töluverð en 52,4% höfðu heyrt af Austurlandi, þar af hafði stærsti hluti heyrt af svæðinu frá vinum og ættingjum. Framkvæmt var kíkvaðrað tölfræðipróf til þess að kanna gildi tilgátunnar. Í ljós kom að ekki voru tengsl milli þeirra sem voru að yfirgefa landið og þeirra sem voru að mæta varðandi vitund um Austurland (p >0,05). Þeir ímyndarþættir sem svarendur tengdu sterkast við hvað viðkom Austurlandi voru friðsamt, norðurljós, fjöll, einangrað og gönguferðir. Að sama skapi komu orðin kalt, norðurljós og afskekkt fyrst upp í huga svarenda. Samsvörun svarenda við þá fimm markhópa sem greindir höfðu verið af Íslandsstofu og Austurbrú var mjög mikil en einungis 4,1% þeirra fannst engin lýsing eiga við sig.