Í krafti fjöldans: Hjarðhegðun Íslendinga og áhrif samfélagsmiðla

Tilkoma samfélagsmiðla hefur valdið byltingarkenndri framþróun kauphegðunar neytenda í nútímasamfélagi. Til að teljast samkeppnishæf á íslenskum markaði ber starfsheildum skylda til að bregðast við breyttu umhverfi og innleiða samfélagsmiðla við markaðsstörf sér til framgangs og uppvaxtar. Framkoma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Katrín Steinunn Antonsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32092
Description
Summary:Tilkoma samfélagsmiðla hefur valdið byltingarkenndri framþróun kauphegðunar neytenda í nútímasamfélagi. Til að teljast samkeppnishæf á íslenskum markaði ber starfsheildum skylda til að bregðast við breyttu umhverfi og innleiða samfélagsmiðla við markaðsstörf sér til framgangs og uppvaxtar. Framkoma áhrifavalda á samfélagsmiðlum hefur sett svip á íslenskt markaðsumhverfi og opinberað sterka tilhneigingu landsmanna til að fylgja ríkjandi hegðunarmynstri. Markmið rannsóknarinnar var að kanna íslenskt markaðsumhverfi með tilliti til hjarðhegðunar neytenda og áhrif samfélagsmiðla. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við framkvæmd í formi hálf-staðlaðra viðtala. Viðmælendurnir þrír voru valdir með tilliti til sérfræðiþekkingar sinnar og reynslu af viðfangsefninu. Niðurstöður leiddu í ljós að hjarðhegðun telst vera ríkjandi kauphegðun meðal Íslendinga og helstu ástæður þess megi rekja til smæðar samfélagsins, takmarkaðs úrvals og virkrar þátttöku landsmanna á samfélagsmiðlum. Hjarðhegðun hefur þekkst meðal Íslendinga í langan tíma en samfélagsmiðlar hafa opinberað og auðveldað slíka hegðun enn frekar og bera niðurstöður rannsóknarinnar skýr dæmi þess. Áhrifavaldar geta haft gríðarleg áhrif á kauphegðun íslenskra neytenda en fjöldi tilfella uppseldra vara í verslunum landsins má rekja til miðlunar og meðmæla slíkra aðila. Innleiðing samfélagsmiðla við markaðssetningu getur því falið í sér gríðarlegan ávinning fyrir fyrirtæki hérlendis sé vel að staðið. Sérstaða markaðarins býður upp á dýrmæt tækifæri sem starfsheildum ber að nýta áður en það verður um seinan. Lykilorð: Kauphegðun, hjarðhegðun, markaðssetning, samfélagmiðlar.