Er Vesturbæjaríhaldið útdautt?

Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929. Meginþorra 20. aldarinnar hafði flokkurinn tangarhald á borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkurinn hlaut meirihluta borgarfulltrúa í öllum borgarstjórnarkosningum frá 1930-1990 að kosningunum 1978 undanskildum. Eftir sigur flokksins í kosningunum 1990, þegar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnar Auðun Árnason 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32090
Description
Summary:Sjálfstæðisflokkurinn var stofnaður árið 1929. Meginþorra 20. aldarinnar hafði flokkurinn tangarhald á borgarstjórn Reykjavíkur. Flokkurinn hlaut meirihluta borgarfulltrúa í öllum borgarstjórnarkosningum frá 1930-1990 að kosningunum 1978 undanskildum. Eftir sigur flokksins í kosningunum 1990, þegar flokkurinn hlaut rúmlega 60% atkvæða og 10 borgarfulltrúa, hefur flokkurinn ekki hlotið meirihluta borgarfulltrúa í borgarstjórnarkosningum. Á sama tíma þróuðust Reykjavík og höfuðborgarsvæðið úr því að vera lítill bær yfir í það að verða hálfgerð stórborg. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða hverjar orsakir fylgistaps Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gætu verið og þá sérstaklega í samhengi við þróun höfuðborgarsvæðisins og búferlaflutninga. Þá er viðfangsefnið skoðað út frá kenningum um stórborgarvæðingu og þær kenningar og rannsóknir um stórborgarvæðingu nýttar til þess að skýra fylgistap Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Í rannsóknum um stórborgarvæðingu er sýnt fram á að fólk í þéttbýli er líklegra til þess að kjósa mið- og vinstri flokka en fólk í dreifðari byggð líklegra til þess að kjósa hægri flokka. Þrátt fyrir að þónokkuð margar kenningar hafi verið settar fram um hvers vegna Sjálfstæðisflokkurinn hefur misst sitt helsta vígi, borgarstjórn Reykjavíkur, og að orsök fylgistapsins sé líklegast margþætt, þá hefur stórborgarvæðingin um margt breytt pólitísku landslagi í borginni, rétt eins og kenningar um stórborgarvæðingu hafa sýnt fram á annars staðar. Helsta niðurstaða þessarar ritgerðar er að stórborgarvæðing og mögulega þétting byggðar séu veigamestu ástæðurnar fyrir fylgistapi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.