Öryggi og ótti á öld hryðjuverka: Viðhorf til aukinnar öryggisgæslu vegna hryðjuverkaógna

Hryðjuverkaógn og aukinn öryggisviðbúnaður hefur orðið meira áberandi á síðastliðnum tveim áratugum á Vesturlöndum og hefur Ísland ekki verið undanskilið þeim breytingum. Árið 2017 mátu lögregluyfirvöld á Íslandi það sem svo að ekki væri hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristbjörg Lúðvíksdóttir 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32074
Description
Summary:Hryðjuverkaógn og aukinn öryggisviðbúnaður hefur orðið meira áberandi á síðastliðnum tveim áratugum á Vesturlöndum og hefur Ísland ekki verið undanskilið þeim breytingum. Árið 2017 mátu lögregluyfirvöld á Íslandi það sem svo að ekki væri hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innanlands eða í heimsmálum. Sumarið 2017 mátti sjá breytingar á fyrirkomulagi gæslu á stórviðburðum sem var með þeim hætti að lögreglumenn sáust vopnaðir skotvopnum á nokkrum hátíðum í Reykjavík. Viðfangsefni þessa verkefnis var að skoða hvaða áhrif þessi aukni öryggisviðbúnaður vegna hryðjuverkaógna hefur á nokkra einstaklinga með áherslu á upplifun þeirra á vopnuðum lögreglumönnum á Litahlaupinu í Reykjavík 2017. Var rannsóknin eigindleg og tekin voru djúpviðtöl við fjóra einstaklinga sem allir höfðu farið á Litahlaupið í Reykjavík 2017 og upplifað þessa auknu öryggisgæslu. Farið verður yfir helstu skilgreiningar og kenningar um hryðjuverk og öryggi. Greint verður frá stefnu íslenskra stjórnvalda í málaflokki öryggis og rýnt í fyrri rannsóknir. Þá verða eigindlegar aðferðir útskýrðar og færð rök fyrir notkunn þeirra í rannsóknarverkefni mínu. Niðurstöður rannsóknarverkefnisins voru tvíþættar. Annars vegar skipti hugmynd viðmælenda um að Ísland væri öruggt ríki máli hvað varðar upplifun þeirra varðandi auknar öryggisráðstafanir vegna hryðjuverkaógna. Við það að sjá auknar öryggisráðstafanir vegna hryðjuverkaógna, svo sem vopnaða lögreglumenn á Litahlaupinu breyttist hugmyndin um öruggt Ísland. Ýmist minnkaði öryggistilfinning einstaklingana eða hún stóð í stað við það að sjá aukinn öryggisviðbúnað. Í öðru lagi höfðu viðmælendur þá ímynd af lögreglunni á Íslandi að hún væri mannleg og aðgengileg. Þegar lögreglan vopnaðist skotvopnum breyttist þessi ímynd, hún varð óaðgengilegri og hafði óþægilegri nærveru og var hlutverk hennar breytt.