Plastbarkamálið. Okkur ber skylda til að læra af því

Meistararitgerð þessi fjallar um plastbarkamálið svokallaða sem er álitið eitt helsta hneykslismál í læknavísindum á seinni árum. Meistararitgerðin skiptist í fjölmiðlaafurð og greinargerð. Fjölmiðlaafurðin samanstendur af þremur blaðagreinum sem birtust fyrr á þessu ári, þar af tveimur fréttaskýrin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragnheiður Linnet 1962-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32032
Description
Summary:Meistararitgerð þessi fjallar um plastbarkamálið svokallaða sem er álitið eitt helsta hneykslismál í læknavísindum á seinni árum. Meistararitgerðin skiptist í fjölmiðlaafurð og greinargerð. Fjölmiðlaafurðin samanstendur af þremur blaðagreinum sem birtust fyrr á þessu ári, þar af tveimur fréttaskýringum í Kjarnanum þar sem skoðuð var aðkoma Háskóla Íslands og Landspítala að þessu máli. Þá birtist viðtal við ekkju fyrsta plastbarkaþegans í Mannlífi. Greinargerðin inniheldur lýsingu á vinnuferli fjölmiðlaafurðarinnar og fræðilega umfjöllun, m.a. um lykilþætti blaðamennskunnar sem geta skipt sköpum þegar alvarleg frávik í grunnstoðum samfélagsins eru afhjúpuð, líkt og í plastbarkamálinu. Reynt er að varpa ljósi á þætti í starfsumhverfi blaðamanna sem leiddu til þess að þetta aðkallandi mál fékk fremur takmarkaða umfjöllun í fjölmiðlum. Rýnt er í þessa þætti með hliðsjón af grunngildum blaðamennskunnar, skyldum blaðamanna við almenning og breyttum starfsaðstæðum þeirra, sem m.a. má rekja til tækniframfara. Plastbarkamálið á erindi við almenning fyrir margra hluta sakir. Það varðaði einstakling í umsjá Landspítala og snertir viðbrögð hérlendra eftirlitsstofnana í þessu máli, sem og vísindamisferli og vísindasiðferði sem heyrir undir Háskóla Íslands. Allir þessir þættir koma almenningi við og því reyndi ég í greinargerðinni að sýna fram á mikilvægi grunngilda blaðamennskunnar þegar misferli er uppgötvað innan heilbrigðisþjónustunnar. The focus of this thesis is the first human synthetic trachea transplant which is considered among the greatest medical scandals of recent years. The thesis consists of a media product and report. The media product comprises three articles published earlier this year, including two feature articles in the online media Kjarninn that reviewed the role of the University of Iceland and Landspitali-The University Hospital in the case. In addition, an exclusive interview with the widow of the first synthetic trachea recipient appeared in Mannlif. The thesis report outlines the work process of ...