Viðhorf til kvenstjórnenda í fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi

Konur í stjórnunarstöðum hefur verið sívaxandi umræðuefni. Til eru dæmi um að konur séu ekki metnar að verðleikum og nái þannig ekki því markmiði sem þær vilja í stjórnunarstöðum. Ýmsar kenningar eru um það hvers vegna það reynist erfiðara fyrir konur að komast í stjórnunarstöður. Breytingar hafa ve...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásdís Jónsdóttir 1972-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/32025
Description
Summary:Konur í stjórnunarstöðum hefur verið sívaxandi umræðuefni. Til eru dæmi um að konur séu ekki metnar að verðleikum og nái þannig ekki því markmiði sem þær vilja í stjórnunarstöðum. Ýmsar kenningar eru um það hvers vegna það reynist erfiðara fyrir konur að komast í stjórnunarstöður. Breytingar hafa verið á viðhorfum til kvenstjórnenda á undanförnum áratugum. Því er þörf á að skoða hvert viðhorf til umfjöllunarefnisins er. Markmið rannsóknarinnar er að skoða viðhorf gagnvart konum í stjórnunarstöðum á Íslandi. Þátttakendur í rannsókninni voru 140 talsins og höfðu þeir starfað undir kvenstjórnanda í hinum ýmsu skipulagsheildum. Af þátttakendunum voru 44 karlar og 96 konur. Megindleg rannsókn (e. quantitative research) var framkvæmd, þar sem spurningalisti var sendur á þátttakendur á veraldarvefnum. Tilgátur voru þrjár. Tilgáta eitt (H1) er að konur hafa jákvæðara viðhorf en karlar til kvenna sem stjórnenda. Önnur tilgáta (H2) er að ungir starfsmenn hafi jákvæðara viðhorf en þeir sem eldri eru til kvenna í stjórnunarhlutverkum. Þriðja tilgáta (H3) er að einstaklingar hafa jákvæðara viðhorf til kvenna sem stjórnenda, eftir því hvort þeir hafi lokið æðri menntun.Niðurstöður gefa til kynna að hlutföll karla og kvenna eru ekki þau sömu þegar kemur að jákvæðara viðhorfi til kvenna sem stjórnenda. H1 er því ekki hafnað. Hins vegar bentu niðurstöður til þess að ekki væri munur á milli aldursskiptingar, þ.e. yngri starfsmenn hafi jákvæðara viðhorf en þeir sem eldri eru til kvenna í stjórnunarhlutverkum. H2 er því hafnað. Niðurstöður bentu einnig til þess að enginn munur væri á jákvæðara viðhorfi til kvenna sem stjórnenda, eftir því hvort þeir hafi lokið æðri menntun, H3 er því einnig hafnað.