Sálfélagsleg stuðningsþjónusta innan Landspítala við einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandendur þeirra

Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða viðhorf einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandenda þeirra til sálfélagslegrar stuðningsþjónustu innan Landspítalans. Með henni er leitað eftir því að þekking á mikilvægi sálfélagslegs stuðnings við einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandendur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Thelma Björk Ottesen 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31990
Description
Summary:Meginmarkmið þessarar rannsóknar var að skoða viðhorf einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandenda þeirra til sálfélagslegrar stuðningsþjónustu innan Landspítalans. Með henni er leitað eftir því að þekking á mikilvægi sálfélagslegs stuðnings við einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandendur þeirra aukist til muna. Niðurstöðurnar geta veitt Landspítalanum og heilbrigðisyfirvöldum aukna innsýn í viðhorf einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandenda þeirra til þeirrar sálfélagslegu stuðningsþjónustu sem þeim stendur til boða og er veitt innan spítalans. Auk þess geta þær leitt í ljós kosti og hindranir í þjónustu Landspítalans við einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandendur þeirra. Framkvæmd var megindleg rannsókn þar sem spurningalistakönnun var lögð fyrir einstaklinga með vefrænan sjúkdóm og aðstandendur þeirra. Spurningalistakönnunin var í tvennu lagi, það er annar spurningalistinn var ætlaður einstaklingi með vefrænan sjúkdóm og hinn aðstandanda. Tvær rannsóknarspurningar voru settar fram: Hvert er viðhorf einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandenda þeirra til sálfélagslegrar stuðningsþjónustu frá Landspítalanum? og hvernig er sálfélagslegur stuðningur við einstaklinga með vefræna sjúkdóma og aðstandendur þeirra innan Landspítalans? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meirihluti þátttakenda fékk ekki boð um sálfélagslegan stuðning innan Landspítalans en hefði kært sig um að vera boðinn slíkur stuðningur, burtséð frá því hvort hann yrði þeginn eður ei. Einnig var fáum þátttakendum bent á viðeigandi stuðningsfélög eða félagasamtök. Aðstandendur sýndu meiri áhuga á starfsemi stuðningsfélaga og félagasamtaka en einstaklingarnir sem voru með vefrænan sjúkdóm. Lykilorð: Sálfélagsleg stuðningsþjónusta, aðstandendur, vefræn veikindi. The main objective of this study was to examen the views of individuals with somatic diseases and their relatives, towards the psychosocial support and interdisciplinary services available to them within the National Hospital of Iceland. The aim of the study ...