Hvers vegna húðflúr og líkamsgötun? Viðhorf og hegðun háskólanema.

Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og hegðun nemenda við Háskóla Íslands varðandi húðflúr og líkamsgöt. Einnig að kanna hvort tengsl voru á milli húðflúra og líkamsgata og félagslegrar stöðu háskólanemenda. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og var könnunin send rafræn í tölvup...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðlaug Birna Steinarsdóttir 1979-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31985
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf og hegðun nemenda við Háskóla Íslands varðandi húðflúr og líkamsgöt. Einnig að kanna hvort tengsl voru á milli húðflúra og líkamsgata og félagslegrar stöðu háskólanemenda. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð og var könnunin send rafræn í tölvupósti á nemendur í grunn- og diplómanámi. Niðurstöður sýndu að meirihluti þátttakenda voru konur. Langflestir þátttakendanna voru á aldrinum 21 til 30 ára, meirihlutinn með íslenskt ríkisfang, einhleypir og án barna. Viðhorf gagnvart húðflúrum og líkamsgötun hjá háskólanemendum voru almennt jákvæð samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Lítill sem enginn munur var á meðaltölum kynjanna er varðar viðhorf til húðflúra og líkamsgata, kynin virtust því hafa sömu viðhorf til þessara líkamsbreytinga. Viðhorf gagnvart húðflúrum hafa breyst því rúmlega helmingur þátttakenda var sammála því að finnast húðflúr vera aðlaðandi. Þá var meirihluti þátttakendanna einnig sammála því að húðflúr og líkamsgöt væri tjáning á persónulegum stíl. Marktækt samband reyndist vera til staðar á bæði viðhorfum til húðflúra og líkamsgata eftir bæði áfengisneyslu og vímuefnaneyslu. Þeir sem neita áfengis og vímuefna hafa að meðaltali jákvæðari viðhorf bæði gagnvart húðflúrum og líkamsgötum en þeir sem ekki neita áfengis og vímuefna sem hafa neikvæðari viðhorf gagnvart húðflúrum og líkamsgötum. Marktækt samband var einnig á milli áfengisneyslu og að vera með húðflúr og einnig á milli áfengisneyslu og að vera með líkamsgöt. Tengsl húðflúra og líkamsgata við félagslega stöðu háskólanemenda voru skoðuð og var marktækur munur til staðar eftir því hvort fíkniefnaneysla var á heimili í æsku. Þá reyndist einnig vera marktækur munur á viðhorfi til húðflúra og líkamsgötunar eftir því hvort geðrænir erfiðleikar voru hjá foreldrum. The purpose of this study was to examine the attitude and behavior of students at the University of Iceland towards tattoos and piercings. Also, to examine whether there was a connection between having tattoos and piercings and ...