,,Eftir höfðinu dansa limirnir" : þættir sem hafa áhrif í innleiðingarferli á spjaldtölvum í grunnskólum Kópavogs

Nú á dögum standa skólar frammi fyrir því að koma til móts við tækniþróun 21. aldar og er einn hluti af því að innleiða spjaldtölvur í skólastarf. Með tilkomu þeirra þurfa kennarar að leggja aukna áherslu á starfsþróun, breyta kennsluháttum og aðlaga nemendur því sem koma skal í framtíðinni. Markmið...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31955
Description
Summary:Nú á dögum standa skólar frammi fyrir því að koma til móts við tækniþróun 21. aldar og er einn hluti af því að innleiða spjaldtölvur í skólastarf. Með tilkomu þeirra þurfa kennarar að leggja aukna áherslu á starfsþróun, breyta kennsluháttum og aðlaga nemendur því sem koma skal í framtíðinni. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða hvaða þættir hafa áhrif í innleiðingarferli á spjaldtölvum í grunnskólum Kópavogs. Rannsóknin er eigindleg og voru tekin hálfopin viðtöl við skólastjórnendur og tölvuumsjónarmenn, auk hópviðtals við spjaldtölvuteymi Kópavogsbæjar, með það að markmiði að svara rannsóknarspurningunni: Hverjir eru helstu þættir sem styðja og letja innleiðingarferli á spjaldtölvum í grunnskólum Kópavogs að mati skólastjórnenda, tölvuumsjónarmanna, verkefnastjóra og kennsluráðgjafa spjaldtölvuverkefnisins? Helstu niðurstöður eru í takt við það sem fræðimenn segja um breytingar á skólastarfi en þær sýna að: mikilvægt er að setja nægt fjármagn í verkefnið; stuðningur frá stjórnendum og að þeir tali fyrir breytingunum er lykilatriði; jafningjastuðningur og stuðningur frá spjaldtölvuteymi Kópavogsbæjar er einnig mikilvægur og auk þess skiptir máli að gefa kennurum tíma og þjálfa hæfni þeirra í breytingaferlinu. Þættir sem gengu ekki nægilega vel og studdu ekki við breytingarnar voru þeir að í sumum skólum töluðu millistjórnendur ekki fyrir breytingunum. Ekki var nægt fjármagn sett í kennsluráðgjöf sem jók álag á tölvuumsjónarmenn skólanna og hafði áhrif á stuðning við kennara. Helsti lærdómur sem má draga af verkefninu er hversu mikilvægt hlutverk skólastjórnenda er í breytingaferli og að nægt fjármagn sé sett í verkefnið þannig að kennarar fái þann stuðning sem nauðsynlegur er í breytingarferlinu. One of the challenges facing schools today is how to address the technological advances of the 21st century, and more specifically the implementation of electronic tablets in an educational setting. The use of electronic tablets compels teachers to continue their own development in their career, change their ...