„. þeim fannst þetta alveg mjög skemmtilegt og svona öðruvísi en önnur kennsla .“ : reynsla grunnskólakennara af notkun K-PALS aðferða við lestrarkennslu í 1. bekk

Markmið þessa verkefnis var að varpa ljósi á reynslu grunnskólakennara af K-PALS aðferðum við lestrarkennslu í 1. bekk. K-PALS aðferðirnar (e. Kindergarten Peer-Assisted Learning Strategies) voru þróaðar í þeim tilgangi að styðja við og efla byrjandi lestrarfærni barna. Þær eru hugsaðar sem viðbót v...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sara Heiðrún Fawcett 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31951
Description
Summary:Markmið þessa verkefnis var að varpa ljósi á reynslu grunnskólakennara af K-PALS aðferðum við lestrarkennslu í 1. bekk. K-PALS aðferðirnar (e. Kindergarten Peer-Assisted Learning Strategies) voru þróaðar í þeim tilgangi að styðja við og efla byrjandi lestrarfærni barna. Þær eru hugsaðar sem viðbót við aðrar kennsluaðferðir til að stuðla að lestri yngri barna. K-PALS aðferðirnar fela í sér beina kennslu og samvinnunám (e. cooperative learning) þar sem nemendur vinna saman í pörum. Hérlendis eru aðferðir K-PALS notaðar með elsta árgangi leikskóla og 1. bekk í grunnskóla. Kennarar sækja námskeið til þess að læra um K-PALS aðferðirnar. Á námskeiðinu fá þeir handbók sem inniheldur allar þær upplýsingar sem þeir þurfa á að halda til þess að geta unnið með K-PALS aðferðirnar við lestrarkennslu. Á Íslandi hafa þó engar formlegar rannsóknir verið gerðar á reynslu grunnskólakennara af K-PALS aðferðum við lestrarkennslu. Í þessari rannsókn var leitast við að veita innsýn í hvernig kennurum gengur að nýta aðferðir K-PALS í kennslu og hver reynsla þeirra af þeim er. Gerð var eigindleg viðtalsrannsókn og byggir hún á hálfstöðluðum einstaklingsviðtölum við ellefu grunnskólakennara sem starfa í 1. bekk í níu mismunandi grunnskólum á stór-höfuðborgarsvæðinu. Viðtölin voru hljóðrituð og skráð nákvæmlega ásamt athugasemdum rannsakanda. Markvissri kóðun var beitt í þeim tilgangi að finna lykla sem lýstu innihaldi textans og fundin voru þemu út frá þeim lyklum. Tekið var mið af fyrri rannsóknum á PALS aðferðum hérlendis og erlendis en einnig kenningum um lestrarþróun og nám barna. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að viðmælendur höfðu almennt jákvæða reynslu af K-PALS aðferðunum og fannst þær vera góð viðbót við lestrarumhverfi barna. Öllum fannst aðferðirnar efla lestrarfærni nemenda og ýta undir samvinnu þeirra. Stór meirihluti viðmælenda taldi aðferðirnar hafa jákvæð áhrif á nemendur með annað móðurmál en íslensku og námserfiðleika þar sem þær byggja á kerfisbundinni þjálfun hljóða og efla umskráningarfærni og sjónrænan orðaforða ...