Þróun þreks og fituprósentu ungmenna við 7, 9, 15 og 17 ára aldur

Líkamlegt þrek getur sagt okkur til um virkni marga samþættra kerfa í líkamanum. Niðurstöður rannsókna á tengslum þreks og holdafars hafa nokkrar sýnt sterk tengsl á milli þessara þátta og bendir margt til þess að gott þrek hafi jákvæð áhrif á holdafar. Markmið rannsóknarinnar er að kanna þróun þrek...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ingólfur Guðjónsson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31938
Description
Summary:Líkamlegt þrek getur sagt okkur til um virkni marga samþættra kerfa í líkamanum. Niðurstöður rannsókna á tengslum þreks og holdafars hafa nokkrar sýnt sterk tengsl á milli þessara þátta og bendir margt til þess að gott þrek hafi jákvæð áhrif á holdafar. Markmið rannsóknarinnar er að kanna þróun þreks og fituprósentu ungmenna í Reykjavík við 7, 9, 15 og 17 ára aldur ásamt því að skoða mun milli kynja. Notast var við gögn sem aflað var í rannsóknunum „Lífsstíll 7 og 9 ára barna“ árin 2006 og 2008 ásamt „Heilsuhegðun ungra Íslendinga“ árin 2015 og 2017. Þátttakendur í rannsókninni voru allir fæddir árið 1999 og komu úr sex grunnskólum í Reykjavík. Þrek var mælt með þrepaskiptu hámarksprófi á þrekhjóli og fituprósenta með tvíorku röntgengeislagleypnimælitæki (DEXA). Rannsóknin er megindleg langtímarannsókn á ungmennum við 7, 9, 15 og 17 ára aldur. Tölfræðileg vinnsla fór fram í R og RStudio en töflur og myndir voru gerðar í Microsoft Excel. T-próf voru notuð til þess að athuga hvort marktækur munur væri á mælingum. Fylgni milli hámarkssúrefnisnotkunar (VO2peak) og fituprósentu var reiknuð með pearsons r og einföld línuleg aðhvarfsgreining var svo notuð til þess að finna skýringarhlutfall fituprósentu af þreki. Hámarkssúrefnisnotkun þátttakenda lækkar að meðaltali um 1,4% árlega. Drengir mælast marktækt hærri en stúlkur í öllum þrekbreytum öll árin. Þegar þrek-gildum er skipt niður í flokka þá eykst hlutfall þeirra sem flokkast í áhættu fyrir sjúkdómum tengdum kyrrsetu með hækkandi aldri (úr 14% við sjö ára aldur í 48% við 17 ára aldur). Hærra hlutfall stúlkna en drengja eru í áhættuflokki öll árin. Þegar fituprósentu er skipt niður í flokka eru hlutfallslega flestir sem falla í flokk með æskilega fituprósentu öll árin en hærra hlutfall drengja fellur í þann flokk. Hærra hlutfall stúlkna flokkast með mjög háa fituprósentu á öllum tímapunktum. Neikvæð tengsl fundust á milli hámarkssúrefnisnotkunar og fituprósentu öll árin. 51 til 70% af breytileika í hámarkssúrefnisnotkun má skýra með ólíkri fituprósentu. ...