"Það er mikilvægt að eiga val" : nám fimm ára barna í þremur grunnskólum

Samkvæmt íslenskum lögum eru börn skólaskyld árið sem þau verða sex ára. Flest íslensk börn eru í leikskóla fram að þeim tíma. Fimm ára börn standa á tímamótum og seinasta árið í leikskólanum fer oft í að undirbúa þau fyrir grunnskólagöngu sína. Nokkrir grunnskólar bjóða fimm ára börnum upp á skólav...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðmunda Inga Gunnarsdóttir 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31929
Description
Summary:Samkvæmt íslenskum lögum eru börn skólaskyld árið sem þau verða sex ára. Flest íslensk börn eru í leikskóla fram að þeim tíma. Fimm ára börn standa á tímamótum og seinasta árið í leikskólanum fer oft í að undirbúa þau fyrir grunnskólagöngu sína. Nokkrir grunnskólar bjóða fimm ára börnum upp á skólavist en eitt markmið með þessarari rannsókn var að kanna þrjá grunnskóla þar sem slík skólavist er í boði. Aðstæður barnanna voru kannaðar, sem og áherslur námsins og námsefni. Rannsóknargögn fengust í skólunum sjálfum og á heimasíðu þeirra, en þar er aðallega átt við skólanámskrá fimm ára deildanna og stundatöflur. Rannsóknin er eigindleg og tekin voru hálfopin viðtöl við þrjá kennara sem starfa í fimm ára deildunum og einnig var farið á vettvang brot úr degi. Þannig fékkst heildarmynd af því námi sem fram fer í grunnskólum hjá fimm ára börnum. Mikil áhersla var lögð á vægi frjálsa leiksins og var afstaða kennaranna til hans athuguð. Niðurstöður benda til þess að hver grunnskóli hafi sínar áherslur og markmið til að vinna eftir í fimm ára deildunum. Þessir þrír skólar eru mjög ólíkir. Þegar þeir eru bornir saman við starfshætti leik- og grunnskóla kemur í ljós að einn af skólunum er mjög grunnskólamiðaður, annar sækist í starfshætti leikskólans og sá þriðji er þarna mitt á milli. Þess ber þó að geta að kennarar allra grunnskólanna tóku fram að unnið væri eftir aðalnámskrá og skóladagatali leikskóla. According to Icelandic laws, children are required to attend school the year they turn six years old. Most Icelandic children attend kindergarten until that time. Five year old children stand at a crossroad and the last year in kindergarten is often used to prepare children for elementary school. A few elementary schools in Iceland offer children at the age of five schooling and one of the objectives of this research was to look into three elementary schools that offer schooling to five year old children. Their circumstances were observed, as well as main emphasis in the education and curriculum. Research data were ...