Mikilvægi fjölskyldna við hjúkrun : viðhorf hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Bakgrunnur: Sjúkdómum fylgir oft streita sem getur haft langtímaáhrif á fjölskyldur. Til að lina þjáningu fjölskyldu er mikilvægt að hún sé vel upplýst og taki þátt í meðferð. Samvinna á milli hjúkrunarfræðings og fjölskyldu getur haft jákvæð áhrif á bataferli sjúklings og aukið skilning sem auðveld...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnhildur Ósk Sæbjörnsdóttir 1968-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31908
Description
Summary:Bakgrunnur: Sjúkdómum fylgir oft streita sem getur haft langtímaáhrif á fjölskyldur. Til að lina þjáningu fjölskyldu er mikilvægt að hún sé vel upplýst og taki þátt í meðferð. Samvinna á milli hjúkrunarfræðings og fjölskyldu getur haft jákvæð áhrif á bataferli sjúklings og aukið skilning sem auðveldar þeim að takast á við heilsufarsvanda. Í rannsóknum sem gerðar hafa verið á reynslu og viðhorfum hjúkrunarfræðinga til fjölskylduhjúkrunar hefur komið fram að menntun, starfsreynsla og kunnátta við mat og greiningu fjölskyldna hefur áhrif á notkun fjölskylduhjúkrunar auk jákvæðs hugarfar til fjölskyldna. Meginmarkmið rannsóknar er að auka þekkingu og dýpka skilning á viðhorfum hjúkrunarfræðinga á Sjúkrahúsinu á Akureyri (SAk) til fjölskylduhjúkrunar fyrir og á meðan á innleiðingu á Calgary fjölskyldumats- og meðferðarlíkaninu stóð yfir. Rannsókninni var ætlað að sjá hvaða hindrandi og hvetjandi þætti og ávinning hjúkrunarfræðingar telja vera í störfum sínum við að beita fjölskylduhjúkrun og hvernig unnið er með fjölskyldum á þeirra deild. Aðferð: Eigindlegum rannsóknargögnum og bakgrunnsupplýsingum var safnað hjá öllum hjúkrunarfræðingum á öllum deildum SAk í desember 2016. Rannsóknin var endurtekin í mars 2018 úr sama þýði. Alls svöruðu 178 þátttakendur (90,36%) í tíma 1 og 166 þátttakendur (80,89%) svöruðu í tíma 2. Unnið er með svör 87 þátttakenda sem svöruðu rannsókninni við báðar fyrirlagnirnar. Gögnin eru greind með aðferð innihaldsgreiningar. Niðurstöður: Helstu hindranir í því að veita fjölskylduhjúkrun eru álagsþættir í starfi, starfsumhverfi og vinnuskipulag. Hvati og ávinningur í starfi eru aukin gæði í sjúkrahússþjónustu. Í vinnu með fjölskyldum eru hjúkrunarfræðingar helst að vinna með vitsmunalega þætti á virknisviði fjölskyldunnar. Ályktanir: Þrátt fyrir tímaskort og álag er hægt með forgangsröðun og skipulagi að veita árangursríka fjölskylduhjúkrun. Samvinna við fjölskyldur gerir hjúkrun markvissari, bætir líðan fjölskyldna og leiðir til farsælli útskrifta. Lykilorð: Viðhorf hjúkrunarfræðinga, ...