Íslensk tónlist á Rás 2

Öllum opið og dreifing með öllu heimil. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvernig Rás 2 rækir hlutverk sitt um flutning á íslenskri dægurtónlist. Hversu hátt hlutfall innlendrar tónlistar sé í dagskránni, hvort það sé fullnægjandi og uppfylli þau lagalegu ákvæði sem stofnunin starfar eftir. Í l...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hjalti Þór Hreinsson 1984-, Reynir Albert Þórólfsson
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2009
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/3190
Description
Summary:Öllum opið og dreifing með öllu heimil. Tilgangur þessa verkefnis var að kanna hvernig Rás 2 rækir hlutverk sitt um flutning á íslenskri dægurtónlist. Hversu hátt hlutfall innlendrar tónlistar sé í dagskránni, hvort það sé fullnægjandi og uppfylli þau lagalegu ákvæði sem stofnunin starfar eftir. Í lögum um Ríkisútvarpið, segir meðal annars að RÚV skuli varðveita íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð hennar. Í rannsókninni er ágrip af sögu RÚV og Rásar 2 rakið. Tölur sem fram koma styðja mikilvægi þess að Rás 2 var sett á laggirnar. Þá var gerð tilraun þar sem kannað var hvort nánast óþekkt íslensk hljómsveit fengi spilað lag sem sent var til rásarinnar. Það gekk eftir. Athugað var hvort ástæða eða áhugi væri fyrir því að taka upp svipaða reglu á Íslandi og í Frakklandi, þar sem útvarpsstöðvum er skylt að spila að minnsta kosti 40% innlenda tónlist. Svo reyndist ekki vera. Þó reyndist vera áhugi á að opna útvarpsstöð sem spilar eingöngu íslenska tónlist af öllu tagi. Spilun á íslenskri tónlist á Rás 2 hefur aukist frá stofnun hennar. Undanfarin fimm ár hefur hún verið um 40%. Almenn ánægja er með hvernig Rás 2 sinnir íslenskri tónlist. Samhliða rannsókninni var gerð heimildarmynd um sama efni, 32. mínútur að lengd sem nálgast má á bókasafni Háskólans á Akureyri.