Búsvæðaval heiðlóu (Pluvialis apricaria) á fartíma

Meira en helmingur evrópska heiðlóustofnsins verpir á Íslandi en þrátt fyrir það eru rannsóknir á tegundinni hér á landi af skornum skammti. Vitað er að heiðlóa (hér eftir nefnd lóa) kýs mólendi fyrir varp en minna er vitað um búsvæðaval yfir fartímann. Meginmarkmið þessa verkefnis var að meta búsvæ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísa Skúladóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31869
Description
Summary:Meira en helmingur evrópska heiðlóustofnsins verpir á Íslandi en þrátt fyrir það eru rannsóknir á tegundinni hér á landi af skornum skammti. Vitað er að heiðlóa (hér eftir nefnd lóa) kýs mólendi fyrir varp en minna er vitað um búsvæðaval yfir fartímann. Meginmarkmið þessa verkefnis var að meta búsvæðaval lóa á fartíma með því að skoða algengi og viðveru lóa í mismunandi gerðum af ræktuðu landi. Auk þess var markmiðið að skoða til hvaða atferlis lóur nýta mismunandi búsvæði á fartíma og kanna hvort munur væri á inntöku á fæðu milli ólíkra búsvæða og árstíða. Rannsóknin var framkvæmd að vori og að hausti, 2015 og 2016 á Suðurlandi þar sem fylgst var með lóum á ræktuðu landi og á Suðurnesjum þar sem fylgst var með lóum á ræktuðu landi og í fjörum. Niðurstöður sýna að lóur nýta landbúnaðarland mikið til fæðuöflunar yfir fartímann auk fjöru þar sem hún er aðgengileg. Hlutföll lóa í ólíkum landgerðum voru frábrugðin hlutfallslegu algengi landgerða sem bendir til að lóur velji mismunandi gerðir af ræktuðu landi. Viðvera lóa var mismunandi milli árstíða og landgerða en lóur voru líklegri til að finnast innan rannsóknarsvæða á vorin og innan túna sem eru nýlega ræktuð. Algengasta atferli heiðlóa yfir fartímann var fæðuöflun og hvíld, þar sem hlutfall fæðuöflunar var meira að vori en að hausti. Fæðuinntaka í fjörum var hærri en inntaka í túnum og val á ræktuðu landi er best útskýrt með inntöku á fæðu. Fjörur eru mikilvæg búsvæði að hausti sem bendir til þess að ræktað land sé mikilvægt að vori. Þessar upplýsingar auka þekkingu á búsvæðavali og vistfræði lóu á fartíma sem hægt er að nýta til að styrkja vernd á íslenska heiðlóustofninum. More than half of the European Golden plover population breeds in Iceland, yet research on the species are scarce in Iceland. Golden plovers (hereafter plovers) use moorland for breeding but less is known about habitat preference during migration. Main object of this study was to assess habitat selection of plovers during migration by looking at occupancy and how commonly plovers were ...