Stuðningur við rannsóknir og þróun innan fyrirtækja: Beinn fjárstuðningur eða skattfrádráttur

Þessi ritgerð fjallar um íslenska styrkjakerfið sem nýsköpunarfyrirtæki geta sótt í. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort eitthvað megi betur fara í styrkjakerfinu. Rannsóknarspurningarnar eru tvær, annars vegar hvort styrkjaformið henti betur, beinn fjárstuðningur eða skattfrádráttur og hins v...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörn J. Björnsson 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31826
Description
Summary:Þessi ritgerð fjallar um íslenska styrkjakerfið sem nýsköpunarfyrirtæki geta sótt í. Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvort eitthvað megi betur fara í styrkjakerfinu. Rannsóknarspurningarnar eru tvær, annars vegar hvort styrkjaformið henti betur, beinn fjárstuðningur eða skattfrádráttur og hins vegar hvert viðhorf viðmælenda sé til styrkjakerfisins. Er þar fyrst og fremst horft í hvað sé jákvætt og neikvætt við styrkjakerfið og hvert viðhorfið er til umsóknarferlisins. Rannsóknin er eigindleg og var rætt við 9 aðila sem koma að kerfinu úr þremur ólíkum áttum, frumkvöðlar og umsækjendur um styrki, aðilar sem koma að veitingu styrkja og/eða vinna stuðningsumhverfi styrkjakerfisins og aðilar innan stjórnkerfisins sem koma að stefnumótun styrkjakerfisins. Niðurstaða fyrri rannsóknarspurningarinnar gefur til kynna að gott jafnvægi sé í því hvort styrkjaformið er notað, minni fyrirtæki eiga að fá beinan fjárstuðning og stærri fyrirtæki geta fengið bæði beinan fjárstuðning og skattfrádrátt en allra stærstu fyrirtækin (+250 starfsmenn) geta ekki fengið beinan fjárstuðning. Þau geta þó fengið skattfrádrátt sem getur numið umtalsverðum upphæðum. Niðurstöður seinni spurningarinnar eru þær að viðhorfið til styrkjakerfisins er jákvætt meðal viðmælenda en þó þykir umsóknarferlið vera flókið. Í lok ritgerðar gerir höfundur tillögu um að einn sjóður verði látinn renna inn í Rannís með ýmsum áhugaverðum útfærslum og að umsóknarferlið fyrir minni styrkina verði einfaldað til muna þannig að hugmyndin fái frekar að njóta sín. This thesis is about the public grants system for innovation companies in Iceland. The aim of the research is to see if there is room for improvement in the system. There are two research question, on the one hand which form of grants suits better, direct funding or tax credits and on the other hand what the sentiment of the interviewees to the grants system is. The primary focus of the second question is what is positive and negative about the grants system and what the interviewees think about the ...