Plastpokalaust Ísland: Tilraunir íslenskra stjórnvalda til að draga úr notkun plastpoka

Í þessari ritgerð er sjónum beint að tilraunum íslenskra stjórnvalda til að draga úr notkun plastpoka. Á undanförnum árum hafa þau gríðarlegu neikvæðu áhrif sem plastnotkun hefur á umhverfið verið til umfjöllunar um allan heim. Meðal annars hefur verið bent á að árlega lendi átta milljón tonn af pla...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ásdís Sigurbergsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31788
Description
Summary:Í þessari ritgerð er sjónum beint að tilraunum íslenskra stjórnvalda til að draga úr notkun plastpoka. Á undanförnum árum hafa þau gríðarlegu neikvæðu áhrif sem plastnotkun hefur á umhverfið verið til umfjöllunar um allan heim. Meðal annars hefur verið bent á að árlega lendi átta milljón tonn af plasti sjónum og hafi veruleg áhrif á afkomu sjávarlífvera. Vegna þeirra skaðlegu umhverfisáhrifa sem notkun á plastpokum felur í sér hefur skapast hreyfing innan samfélagsins til þess að takast á við vandamálið. Tilgangur ritgerðarinnar er tvíþættur. Í fyrsta lagi að efla skilning á fyrstu skrefum opinberrar stefnumótunar með því að setja tilraunir íslenskra stjórnvalda til þess að draga úr notkun plastpoka á tímabilinu 2009-2018 í fræðilegt samhengi. Í öðru lagi að varpa ljósi það hvernig hagsmunasamtök geta haft áhrif á niðurstöðu stefnumótunar stjórnvalda. Framvinda málsins verður skoðuð eftir ríkisstjórnartímabilum og gert verður grein fyrir aðkomu hagsmunasamtaka að málinu. Stuðst verður við gögn sem stjórnvöld á hverjum tíma hafa unnið og gefið út og endurspegla tilraunir þeirra til að draga úr notkun plastpoka. Meginniðurstöður ritgerðarinnar benda til þess að stjórnvöldum hafi ekki tekist að gera það að forgangsmáli að draga úr notkun plastpoka né náð að mynda langvarandi samstöðu um málið. Þess í stað hafa hagsmunaöfl innan kerfisins haft áhrif á stefnu stjórnvalda og um leið dregið úr getu þeirra til að koma á breytingum. Að lokum virðist þrýstingur innlendra hagsmunaaðila hafa haft meira vægi en skuldbindingar Íslands í alþjóðlegu samstarfi.