Upplifun og sýn héraðsdómara af úrlausn dómsmála. Er nálgun kvenna og karla ólík?

Rannsókn þessi beindist að upplifun og sýn héraðsdómara á úrlausn dómsmála og hvort munur væri á upplifun, sýn og nálgun kven- og karldómara. Þá var reynt að varpa ljósi á hvað hefur áhrif á upplifun og sýn héraðsdómara. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við átján héraðsdómara á tímabilinu 2016-2017...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Daði Heiðar Kristinsson 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2018
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/31756
Description
Summary:Rannsókn þessi beindist að upplifun og sýn héraðsdómara á úrlausn dómsmála og hvort munur væri á upplifun, sýn og nálgun kven- og karldómara. Þá var reynt að varpa ljósi á hvað hefur áhrif á upplifun og sýn héraðsdómara. Í rannsókninni voru tekin viðtöl við átján héraðsdómara á tímabilinu 2016-2017 alls staðar af landinu. Niðurstöður benda til þess að kvendómarar leggi frekar áherslu á vandvirkni og góðan undirbúning, og samskiptaþáttur starfsins virtist þeim mikilvægari en hjá karldómurum. Kvendómarar voru gjarnari en karldómarar til þess að sýna samkennd með málsaðilum og velta fyrir sér aðstæðum þeirra og áhrifum niðurstöðu mála á þá. Þá benda niðurstöður til þess að kvendómarar séu gjarnari en karldómarar til að beita heildrænni nálgun við úrlausn dómsmála þar sem litið er til samhengis mála og aðstæðna. Minni áhersla er lögð á fyrir fram ákveðna aðferðafræði. Loks mátti greina áhrif ráðandi orðræðu lögfræðinnar á upplifun og sýn héraðsdómaranna, orðræðu sem rekja má til kenninga um réttarríkið og þrískiptingu ríkisvalds. This study examined the experience and vision of district court judges regarding judicial resolution and whether a difference in the experience, vision, and approach across female and male judges exists. In addition, this study sought to elucidate what influences the experience and vision of district court judges. Interviews were conducted with eighteen district court judges in Iceland between 2016 and 2017. The results indicate that female judges emphasize thoroughness and good preparation, and the communication aspect of the work seemed more important to them than to the male judges. Additionally, the female judges appeared to show more empathy toward the parties involved and to give greater consideration to their circumstances and any potential impact the case had on them. Furthermore, the findings indicate that female judges, compared to male judges, are more likely to apply a holistic or contextual approach to judicial resolution and to consider the context of the case and its ...